Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 12:00 Hér má sjá að kvikan er farin að koma upp í gígnum í Fagradalsfjalli. Matthias Vogt Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00