Djokovic mætti í nótt Rússanum Alexander Zverev sem einmitt sigraði Djokovic á ólympíuleikunum í Tokyo í sumar. Eftir að hafa lent undir þá sigraði Djokovic í fimm settum. 4-6, 6-2, 6-4, 4-6, 6-2.
Djokovic getur einnið orðið sá fyrsti til þess að vera ríkjandi meistari allra risamótana á sama tíma síðan Ástralinn Rod Laver gerði það árið 1969.
Serbinn mætir öðrum Rússa í úrslitum. Daniil Medvedev sigraði hinn kanadíska Felix Auger-Aliassime í þremur settum fyrr um kvöldið. 6-4, 7-5, 6-2. Medvedev hefur aldrei unnið risamót á ferlinum en fær núna tækifæri til þess.
Opna bandaríska meistarmótið er eitt af fjórum risamótum í Tennis sem fara fram á hverju ári. Keppt er á Flushing Meadows vellinum í New York.