Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 06:34 Einkunn Sjálfstæðisflokksins hefur verið uppfærð. Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu. Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu.
Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45
Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30
Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17