Fá forsetann með sér í lið til að sannfæra Mbappé Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2021 07:01 Macron kyssir Mbappé eftir að Frakkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn árið 2018. Denis Tyrin\TASS via Getty Images Paris Saint-Germain leggur þessa dagana mikið púður í að sannfæra stjörnuframherja sinn Kylian Mbappé um að halda kyrru fyrir í frönsku höfuðborginni. Samningur hans rennur út næsta sumar. Parísarliðið fór mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar eftir að það horfði á eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille síðasta vor, þrátt fyrir að vera með margfalt dýrara lið. Lausn eigendanna frá Katar var að eyða meira og breikka leikmannahóp sem var ekki svo slæmur á pappírum fyrir. Achraf Hakimi var keyptur fyrir 60 milljónir evra og þá komu Sergio Ramos, Georginio Wijnaldum og hetja Ítala frá EM, Gianluigi Donnarumma, allir á frjálsri sölu. Að ógleymdum Lionel Messi sem PSG stökk á eftir fráhvarf hans frá skuldum vöfnu liði Barcelona. Höfnuðu heimsmetsboði Þrátt fyrir þessa miklu útgjaldaaukningu í launakostnaði þurftu stjórnarmenn liðsins ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Real Madrid bauð heilar 220 milljónir evra í Kylian Mbappé undir lok félagsskiptagluggans í sumar. Því var hafnað á stundinni. Hefðu kaupin gengið í gegn væri Mbappé dýrasti leikmaður sögunnar, þrátt fyrir að eiga minna en tólf mánuði eftir af samningi sínum í París. Hugmyndin um að sjá Mbappé á vellinum með bæði Brasilíumanninum Neymar og nýja manninum Messi er einfaldlega of góð til að katarskir eigendur PSG geti sleppt honum frá félaginu. Allt er lagt í sölurnar til að félagið vinni Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu þess í vor, sama ár og Katar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta. Samningaviðræður milli Frakkans og PSG hafa staðið yfir í þónokkurn tíma en virðast vera á ís sem stendur. Því fylgja auknar sögusagnir þess efnis að Mbappé vilji einfaldlega yfirgefa félagið frítt næsta sumar, þremur árum eftir að PSG gerði hann að næst dýrasta leikmanni sögunnar er hann var keyptur á 180 milljónir evra frá Mónakó sumarið 2018. PSG charm offensive to Kylian Mbappe on signing a new contract includes personal messages from French president Emmanuel Macron and a club commitment to helping underprivileged children in Paris. More on @MirrorFootball https://t.co/UoMZfLSMuL— Colin Millar (@Millar_Colin) September 8, 2021 Allt gert til að halda honum Stjórnarmenn hjá PSG gera nú allt til að sannfæra Mbappé um áframhaldandi veru í frönsku höfuðborginni. Ekki dugar að bjóða honum ríflega launahækkun heldur segir Marca frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi verið fenginn til að hringja í Mbappé og sannfæra hann um að neita tilboðum frá Spáni og halda sig í heimalandinu. PSG er þá sagt ætla að leggja aukinn kraft í bæta stöðu fátækra barna í París, sem er málefni sem Mbappé hefur beitt sér mikið fyrir, í von um að það ýti undir vilja hans til framlengingar. Miklar fjárhæðir verði lagðar til góðgerðafélags hans, Inspired by KM, sem styrkir börn í um 20 hverfum í París. Enn fremur hyggst félagið styrkja samband sitt við fjölskyldumeðlimi Mbappé, samband sem hefur orðið stirt síðustu mánuði, auk þess að reyna að fá stuðningsmenn félagsins með sér í lið en þeir blístruðu og bauluðu á Mbappé vegna samningsmálanna í nýlegum leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni. Franski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Parísarliðið fór mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar eftir að það horfði á eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille síðasta vor, þrátt fyrir að vera með margfalt dýrara lið. Lausn eigendanna frá Katar var að eyða meira og breikka leikmannahóp sem var ekki svo slæmur á pappírum fyrir. Achraf Hakimi var keyptur fyrir 60 milljónir evra og þá komu Sergio Ramos, Georginio Wijnaldum og hetja Ítala frá EM, Gianluigi Donnarumma, allir á frjálsri sölu. Að ógleymdum Lionel Messi sem PSG stökk á eftir fráhvarf hans frá skuldum vöfnu liði Barcelona. Höfnuðu heimsmetsboði Þrátt fyrir þessa miklu útgjaldaaukningu í launakostnaði þurftu stjórnarmenn liðsins ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Real Madrid bauð heilar 220 milljónir evra í Kylian Mbappé undir lok félagsskiptagluggans í sumar. Því var hafnað á stundinni. Hefðu kaupin gengið í gegn væri Mbappé dýrasti leikmaður sögunnar, þrátt fyrir að eiga minna en tólf mánuði eftir af samningi sínum í París. Hugmyndin um að sjá Mbappé á vellinum með bæði Brasilíumanninum Neymar og nýja manninum Messi er einfaldlega of góð til að katarskir eigendur PSG geti sleppt honum frá félaginu. Allt er lagt í sölurnar til að félagið vinni Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu þess í vor, sama ár og Katar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta. Samningaviðræður milli Frakkans og PSG hafa staðið yfir í þónokkurn tíma en virðast vera á ís sem stendur. Því fylgja auknar sögusagnir þess efnis að Mbappé vilji einfaldlega yfirgefa félagið frítt næsta sumar, þremur árum eftir að PSG gerði hann að næst dýrasta leikmanni sögunnar er hann var keyptur á 180 milljónir evra frá Mónakó sumarið 2018. PSG charm offensive to Kylian Mbappe on signing a new contract includes personal messages from French president Emmanuel Macron and a club commitment to helping underprivileged children in Paris. More on @MirrorFootball https://t.co/UoMZfLSMuL— Colin Millar (@Millar_Colin) September 8, 2021 Allt gert til að halda honum Stjórnarmenn hjá PSG gera nú allt til að sannfæra Mbappé um áframhaldandi veru í frönsku höfuðborginni. Ekki dugar að bjóða honum ríflega launahækkun heldur segir Marca frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi verið fenginn til að hringja í Mbappé og sannfæra hann um að neita tilboðum frá Spáni og halda sig í heimalandinu. PSG er þá sagt ætla að leggja aukinn kraft í bæta stöðu fátækra barna í París, sem er málefni sem Mbappé hefur beitt sér mikið fyrir, í von um að það ýti undir vilja hans til framlengingar. Miklar fjárhæðir verði lagðar til góðgerðafélags hans, Inspired by KM, sem styrkir börn í um 20 hverfum í París. Enn fremur hyggst félagið styrkja samband sitt við fjölskyldumeðlimi Mbappé, samband sem hefur orðið stirt síðustu mánuði, auk þess að reyna að fá stuðningsmenn félagsins með sér í lið en þeir blístruðu og bauluðu á Mbappé vegna samningsmálanna í nýlegum leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni.
Franski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira