Mikil dramatík er FH og Afturelding fóru í 8-liða úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 22:15 Ásbjörn Friðriksson var öflugur gegn Haukum í kvöld. vísir/vilhelm 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta hófust í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar ÍBV eru úr keppni og þá var grannaslagur í Hafnarfirði. Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum. FH Afturelding Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum.
FH Afturelding Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira