Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 20:31 Blikakonur eru í góðum félagsskap. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53