Lífskjör og velsæld! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. september 2021 16:30 Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar