„Dauðafæri fyrir Breiðablik að komast í riðlakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 12:01 Breiðablik er á barmi þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Breiðablik sé í dauðafæri til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik mætir Osijek í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni í dag. Fyrri leiknum í Króatíu lyktaði með 1-1 jafntefli. Þorsteinn er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og segir að sitt gamla lið eigi afbragðs góða möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem yrði gott, ekki bara fyrir Blika heldur öll lið á Íslandi. „Það yrði frábært skref og gott fyrir alla að íslenskt lið komist sem lengst. Það hjálpar öðrum liðum líka upp á möguleika á að komast áfram. Það gefur líka öðrum liðum meiri pening, held ég. Þau fá líka greitt fyrir árangur Breiðabliks,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ á mánudaginn þar sem hann kynnti landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023. „Þetta skiptir máli og þetta sýnir að við erum komin ágætlega langt. Það er ekki langt á milli okkar og liðanna sem eru á mörkum þess að komast í riðlakeppnina. Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik. Að mínum dómi, með eðlilegum og góðum leik, þá vinna þær þetta lið.“ Búið er að breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni og stórauka verðlaunaféð. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið að lágmarki 75 milljónir króna. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 5. október og lýkur 16. desember. Dregið verður í riðla á mánudaginn. Útsláttarkeppnin hefst svo í mars á næsta ári. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Breiðablik mætir Osijek í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni í dag. Fyrri leiknum í Króatíu lyktaði með 1-1 jafntefli. Þorsteinn er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og segir að sitt gamla lið eigi afbragðs góða möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem yrði gott, ekki bara fyrir Blika heldur öll lið á Íslandi. „Það yrði frábært skref og gott fyrir alla að íslenskt lið komist sem lengst. Það hjálpar öðrum liðum líka upp á möguleika á að komast áfram. Það gefur líka öðrum liðum meiri pening, held ég. Þau fá líka greitt fyrir árangur Breiðabliks,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ á mánudaginn þar sem hann kynnti landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023. „Þetta skiptir máli og þetta sýnir að við erum komin ágætlega langt. Það er ekki langt á milli okkar og liðanna sem eru á mörkum þess að komast í riðlakeppnina. Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik. Að mínum dómi, með eðlilegum og góðum leik, þá vinna þær þetta lið.“ Búið er að breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni og stórauka verðlaunaféð. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið að lágmarki 75 milljónir króna. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 5. október og lýkur 16. desember. Dregið verður í riðla á mánudaginn. Útsláttarkeppnin hefst svo í mars á næsta ári. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira