Sport

Dagskráin í dag: Sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í boði fyrir Blikastúlkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Byrjunarlið Breiðabliks sem gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku.
Byrjunarlið Breiðabliks sem gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku. Facebook/@znkosijek

Alls eru fimm beinar útsendingar á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og þar ber hæst að nefna viðureign Breiðabliks gegn króatíska liðinu Osijek í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Dagurinn hefst á beinni útsendingu frá BMW PGA Championship klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf. Klukkutíma síðar, eða klukkan 12:00 hefst svo bein útsending frá VP Bank Swiss Ladies Open á Stöð 2 Sport 4.

Breiðablik tekur á móti króatíska liðinu Osijek í seinni viðureign liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli úti í Króatíu, en liðið sem fer með sigur úr viðureigninni vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Rauðvín og klakar er á sínum stað klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport þar sem að Steindi Jr. og félagar spila tölvuleiki inn í nóttina með eins og eina rauðvín við hönd.

Fyrir nátthrafna og aðdáendur NFL-deildarinnar er svo viðureign Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowoys á dagskrá Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×