Diljá og Häcken í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 19:45 Diljá Zomers og liðsfélagar hennar í Häcken eru á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. MATTHIAS KERN/BONGARTS/GETTY IMAGES Fimm Íslendingar freistuðu þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Diljá Zomers og félagar hennar í Häcken slógu Vålerenga með Amöndu Andradóttir og Ingibjörgu Sigurðardóttir innanborðs úr leik með 3-2 sigri eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1. Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira