Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 10:51 Réttarhöld hefjast í dag yfir Salah Abdeslam og nítján öðrum sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í París árið 2015. Abdeslam er sá eini af árásarmönnunum níu sem er enn á lífi, en hefur hingað til neitað að tjá sig við yfirvöld. Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu. Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28
Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55