Ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 16:30 Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags. Þannig segir hann að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu fyrir helgina. Stöð 2 Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag. „Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“ Heilsa Matur Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“
Heilsa Matur Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira