Sögulegar kosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 7. september 2021 20:00 Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun