Hvers vegna ekki Vinstri-græn? Þór Saari skrifar 7. september 2021 12:00 Virðist það ekki alveg augljóst, myndu víst margir spyrja sig þegar þeir lesa þennan titil. Fyrir mörg okkar og að ég held flesta landsmenn, er það svo. Það er líklega leitun að stjórnmálaflokki í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur svikið bakland sitt, og öll, já öll, sín kosningaloforð, sem og svikið þjóðina um einhvern vott af hugmyndum um heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Allt á örfáum árum. Þessi kúvending Vinstri- grænna er þó ekkert nýtt og það hefur sýnt sig að þau, eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Fjórflokkurinn einu nafni, gefa lítið fyrir heiðarleika, hagsmuni almennings og náttúru, þegar hægt í staðinn að fá að verma ráðherrastóla. Þetta sýndi sig skýrt í afstöðu fyrri formanns flokksins þegar allt lýðræðis- og gegnsæistal varð að aukaatriði í meðförum flokksins á fjölmörgum málum í kjölfar Hrunsins og, það sem fáir áttu von á, allt tal flokksins um umhverfis- og náttúruvernd varð hjóm eitt. Þáverandi formaður flokksins ásamt núverandi formanni, gengu hart fram og fengu þar til liðs við sig oddvita annarra flokka í kjördæmi sínu, til að knýja það í gegn að reist yrði gríðarlega mengandi stóriðjuver á Bakka við Húsavík. Stóriðja sem brennir 60.000 tonnum af kolum og 120.000 tonnum af timbri árlega á fullum afköstum og mengar eftir því. Auk þess lagði flokkurinn til að ómetanlegt náttúrundur, hverasvæðið við Þeistareyki, yrði undir í þeirri vegferð svo öll sú gríðarlega fallega náttúra þar er nú horfin, og endurheimtist aldrei. Með þetta veganesti fór flokkurinn í síðustu kosningar og hélt því meira að segja fram hreint út að það væru ill öfl og rógburður sem bendluðu flokkinn við hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum þeim kosningum. Vinstri-grænum stóð svo til boða að standa við hugsjónir sínar með annars konar stjórnarmynstri en á endanum varð til, en kaus það ekki og ákvað öllum að óvörum að verða fylgitungl Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fylgitungl vegna þess að þótt formaður flokksins sé að nafninu til forsætisráðherra, er öllum það ljóst að í því „samstarfi“ ræður Sjálfstæðisflokkurinn öllu því sem hann vill ráða. Bjarmalandsför flokksins með tvö helstu hugðarefni sín úr sjálfum stjórnarsáttmálanum, Miðhálendisþjóðgarð og Rammaáætlun, sem var hreinlega hafnað af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks án nokkurra áhrifa á vilja formanns Vinstri-grænna til að viðhalda sömu ríkisstjórn eftir komandi kosningar, sýnir svo ekki sé um villst að meint „stefna“ flokksins í umhverfis- og náttúruverndarmálum er blekkingin ein. Það hefur svo sýnt sig undanfarin fjögur ár, að núverandi formaður flokksins kemur fyrir sem einhver mesta óheilindamanneskja íslenskra stjórnmála fyrr og síðar, þegar hún gengur fram fyrir skjöldu og ver hvað eftir annað nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í efnahags- samfélags- og ríkisfjármálum. Hún fer fyrir ríkisstjórn sem hefur skrúfað frá stóra krananum sem dælir skattfé almennings til stórfyrirtækja, hverra eigendur eru nýverið búnir að greiða sjálfum sér út milljarða í arð. Vinstri-græn fara líka fyrir ríkisstjórn sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra sem var í miðju kafi að rannsaka peningaþvættis- og skattskjólsgögn úr gögnum sem var lekið, og Vinstri-græn fara fyrir ríkisstjórn sem hefur hafnað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Vinstri-græn hafa því í orði sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari, hafnað umhverfis- og náttúruvernd sem mikilvægum málum, og hafnað því algerlega að heiðarleiki eigi eitthvert erindi í stjórnmál. Flokkurinn er skaðræði í íslenskri stjórnmálaflóru og fylgjendur hans ættu svo sannarlega ekki að hika við að segja skilið við flokkinn. Það hefur lengi verið lenska hér á landi að formenn flokka segjast ganga „óbundnir til kosninga“ eins og sagt er, sem er þó bara annað orðalag yfir það að ætla sér ráðherrastól sama hvað. Formaður Vinstri-grænna hefur þó brotið blað í stjórnmálasögunni og sjálf hvatt til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs, það er, að ganga bundin til kosninga með Sjálfstæðisflokknum. Það er því eitt sem er algerlega augljóst í komandi kosningum. Atkvæði greitt Vinstri-grænum, er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Þór Saari Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Virðist það ekki alveg augljóst, myndu víst margir spyrja sig þegar þeir lesa þennan titil. Fyrir mörg okkar og að ég held flesta landsmenn, er það svo. Það er líklega leitun að stjórnmálaflokki í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur svikið bakland sitt, og öll, já öll, sín kosningaloforð, sem og svikið þjóðina um einhvern vott af hugmyndum um heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Allt á örfáum árum. Þessi kúvending Vinstri- grænna er þó ekkert nýtt og það hefur sýnt sig að þau, eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Fjórflokkurinn einu nafni, gefa lítið fyrir heiðarleika, hagsmuni almennings og náttúru, þegar hægt í staðinn að fá að verma ráðherrastóla. Þetta sýndi sig skýrt í afstöðu fyrri formanns flokksins þegar allt lýðræðis- og gegnsæistal varð að aukaatriði í meðförum flokksins á fjölmörgum málum í kjölfar Hrunsins og, það sem fáir áttu von á, allt tal flokksins um umhverfis- og náttúruvernd varð hjóm eitt. Þáverandi formaður flokksins ásamt núverandi formanni, gengu hart fram og fengu þar til liðs við sig oddvita annarra flokka í kjördæmi sínu, til að knýja það í gegn að reist yrði gríðarlega mengandi stóriðjuver á Bakka við Húsavík. Stóriðja sem brennir 60.000 tonnum af kolum og 120.000 tonnum af timbri árlega á fullum afköstum og mengar eftir því. Auk þess lagði flokkurinn til að ómetanlegt náttúrundur, hverasvæðið við Þeistareyki, yrði undir í þeirri vegferð svo öll sú gríðarlega fallega náttúra þar er nú horfin, og endurheimtist aldrei. Með þetta veganesti fór flokkurinn í síðustu kosningar og hélt því meira að segja fram hreint út að það væru ill öfl og rógburður sem bendluðu flokkinn við hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum þeim kosningum. Vinstri-grænum stóð svo til boða að standa við hugsjónir sínar með annars konar stjórnarmynstri en á endanum varð til, en kaus það ekki og ákvað öllum að óvörum að verða fylgitungl Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fylgitungl vegna þess að þótt formaður flokksins sé að nafninu til forsætisráðherra, er öllum það ljóst að í því „samstarfi“ ræður Sjálfstæðisflokkurinn öllu því sem hann vill ráða. Bjarmalandsför flokksins með tvö helstu hugðarefni sín úr sjálfum stjórnarsáttmálanum, Miðhálendisþjóðgarð og Rammaáætlun, sem var hreinlega hafnað af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks án nokkurra áhrifa á vilja formanns Vinstri-grænna til að viðhalda sömu ríkisstjórn eftir komandi kosningar, sýnir svo ekki sé um villst að meint „stefna“ flokksins í umhverfis- og náttúruverndarmálum er blekkingin ein. Það hefur svo sýnt sig undanfarin fjögur ár, að núverandi formaður flokksins kemur fyrir sem einhver mesta óheilindamanneskja íslenskra stjórnmála fyrr og síðar, þegar hún gengur fram fyrir skjöldu og ver hvað eftir annað nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í efnahags- samfélags- og ríkisfjármálum. Hún fer fyrir ríkisstjórn sem hefur skrúfað frá stóra krananum sem dælir skattfé almennings til stórfyrirtækja, hverra eigendur eru nýverið búnir að greiða sjálfum sér út milljarða í arð. Vinstri-græn fara líka fyrir ríkisstjórn sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra sem var í miðju kafi að rannsaka peningaþvættis- og skattskjólsgögn úr gögnum sem var lekið, og Vinstri-græn fara fyrir ríkisstjórn sem hefur hafnað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Vinstri-græn hafa því í orði sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari, hafnað umhverfis- og náttúruvernd sem mikilvægum málum, og hafnað því algerlega að heiðarleiki eigi eitthvert erindi í stjórnmál. Flokkurinn er skaðræði í íslenskri stjórnmálaflóru og fylgjendur hans ættu svo sannarlega ekki að hika við að segja skilið við flokkinn. Það hefur lengi verið lenska hér á landi að formenn flokka segjast ganga „óbundnir til kosninga“ eins og sagt er, sem er þó bara annað orðalag yfir það að ætla sér ráðherrastól sama hvað. Formaður Vinstri-grænna hefur þó brotið blað í stjórnmálasögunni og sjálf hvatt til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs, það er, að ganga bundin til kosninga með Sjálfstæðisflokknum. Það er því eitt sem er algerlega augljóst í komandi kosningum. Atkvæði greitt Vinstri-grænum, er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun