Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kreditkorti mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:55 Maðurinn sveik út vörur meðal annars hjá Bónus og Nova. Vísir Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin. Dómsmál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin.
Dómsmál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira