Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kreditkorti mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:55 Maðurinn sveik út vörur meðal annars hjá Bónus og Nova. Vísir Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin. Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin.
Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira