Innihaldslaus loforðaflaumur Brynjar Níelsson skrifar 6. september 2021 13:00 Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun