Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Snorri Másson skrifar 5. september 2021 12:07 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00
Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18