Sáttur við gildandi takmarkanir Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 15:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni. 56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira