Glæsimark Amöndu dugði ekki til Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:56 Amanda skoraði glæsimark í tapi dagsins. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN / kod VG Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki. Norski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Norski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira