Glæsimark Amöndu dugði ekki til Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:56 Amanda skoraði glæsimark í tapi dagsins. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN / kod VG Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki. Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn