Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 11:30 Mourinho reyndi að fá Xhaka til Roma í sumar. Hann hefur nú hvatt hann til að fara í bólusetningu. Glyn Kirk - Pool/Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið. Ítalski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið.
Ítalski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira