Réttur dýra til lífs og velvildar Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa 3. september 2021 18:01 Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Dýraheilbrigði Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar