Oddvitaáskorunin: Þurfti bara að hlaupa einu sinni frá löggunni Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2021 21:01 Álfheiður í Fjallgöngu á Spáni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Álfheiður Eymarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Álfheiður Eymarsdóttir en er oftast kölluð Alfa. Ég er 52ja ára og á tvo unglinga. Sigyn er 18 ára nemi á listabraut FSU og Eymar er 15 ára og nýútskrifaður úr grunnskóla. Við búum á Selfossi ásamt kettinum okkar. Ég er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði en flutti með foreldrum mínum í Garðabæinn 11 ára gömul og sleit þar barnsskónum. Menntaði mig í Flataskóla, Garðaskóla og FG. Stuttu eftur tvítugt flutti ég nær HÍ og hef búið í og við miðbæ Reykjavíkur í um 15 ár samtals. Ég bjó í Bretlandi í um 10 ár, lærði, starfaði þar og bjó. Við fluttum á Selfoss árið 2015.“ „Ég er menntaður stjórnmálafræðingur frá HÍ og með Diplóma í Alþjóðlegum stjórnmálakenningum & stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla og stefni á að ljúka Msc gráðu þaðan í nóvember 2021. Ég hef unnið lengst af sem kerfisstjóri, sérfræðingur og yfirstjórnandi, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis og erlendis, og hef átt og rekið eigin fyrirtæki. Störf mín í gegnum tíðina hafa aðallega tengst tölvu- og samskiptabúnaði, veflausnum og rafrænni þjónustu/sjálfsafgreiðslu, umbótaverkefnum í þjónustu, almennum stjórnunarstörfum ásamt sjávarútvegi.“ „Ég gekk í Pírata árið 2013. Sat á lista Pírata árið 2014 í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Hef setið í stjórn Pírata á Suðurlandi frá 2016 með hléum og sit nú í stjórn kjördæmafélags Pírata í Suðurkjördæmi. Ég var í 4. sæti lista Pírata fyrir Alþingiskosningar árið 2016 og í 2.sæti árið 2017. Ég hef sinnt störfum varaþingmanns á þessu kjörtímabili og setið á þingi í fjarveru Smára McCarthy nokkrum sinnum. Við Píratar í Árborg stofnuðum bæjarmálafélagið Áfram Árborg ásamt Viðreisn og óháðum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. Þar sat ég í 2.sæti listans og við náðum inn einum manni. Ég er varabæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg og varaformaður Eigna- og veitunefndar sveitarfélagsins. Ég hef verið í leyfi frá þeim störfum frá því vorið 2021. Þá sit ég í stjórn RARIK f.h. Pírata og hef gert frá árinu 2016. Ég er umbóta- og framfarasinni, trúi á frelsi einstaklingsins og lýðræðið, sanngjarnar leikreglur fyrir alla, mannréttindi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, réttlæti og einkunnarorð frönsku byltingarinnar sem eiga alltaf við. Ég trúi á velsældarsamfélag þar sem öllum er tryggð framfærsla, húsnæði, menntun og heilbrigði. Fjárhagslegt óöryggi, húsnæðisóöryggi, skortur á menntun og heilbrigðisþjónustu elur af sér mannlega eymd, öfgar, fordóma og ótta. Ég er heiðarleg og hef enga þolinmæði fyrir stanslausu málæði um ekki neitt, innantóm loforð og sandkassaleik.“ Klippa: Oddvitaáskorun: Álfheiður Eymarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornafjörður í allri sinni dýrð. Haf, fjöll og jöklar. En Suðaustur- og Suðurlandið allt, Suðurnesin og Eyjar eru auðvitað með alltumlykjandi fegurð og kraumandi krafta jarðarinnar. Við erum forréttindafólk Íslendingar að eiga alla þessa fegurð. Hvað færðu þér í bragðaref? Rjómaís á Huppu með lakkrís, snickers og jarðarberjum og piparlakkrísdufti einhverju. Uppáhalds bók? Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera. Ennþá. 34 árum seinna. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Upside down með Díönu Ross. Skammast mín niður í gólf. Ég er rokkari. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég væri til í Snæfellsnesið eða Barðaströnd. Eða Hrísey. Eða Hafnarfirði. Jafnvel fara aftur í Garðabæinn eða 101. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég vinn yfirleitt heima þannig að það breyttist lítið hjá mér nema fleira heimilisfólk var heima með mér, krakkarnir sem vanalega fara í skólann voru meira heima þannig að ég var í meiri tiltekt og matargerð en vanalega. Fjörugra heimilislíf. Minni vinnufriður. En við tökum saman hámhorf, erum mikið í Flash, Marvel, DC Comics. Horfum reglulega á Guardians of the Galaxy. Ef ég er í sólóhámhorfi þá er ég nánast alæta. Ég horfi mikið á breskt efni og heimildamyndir. Það komu engin ný áhugamál en gafst kannski meiri tími í áhugamálin sem við áttum fyrir. Hvað tekur þú í bekk? Nei þakka þér fyrir. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Álfheiður í Kúala Lúmpúr. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Landvörður í óbyggðum. Annars ætlaði ég alltaf að verða njósnari. Bond. Alfa Bond. Ég er kaldastríðsbarn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ertu að leita hælis fyrir þig eða alla þjóðina? Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie. Besti fimmaurabrandarinn? Pabbi er með þá alla. Talaðu við hann. Ein sterkasta minningin úr æsku? "Að keyra yfir jökulárnar á söndunum á vörubílspöllum og risaplönkum áður en það var brúað. Og að vera úti á sjó. Langar bílferðir þar sem ekki mátti opna glugga svo malarrykið kæmi ekki inn um gluggann -en allir reyktu inni í bílunum. Reykurinn var í lagi en ekki rykið. Ég kem af mölinni. Svona var þetta. " Álfheiður að mála Hvolskirkju. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er engin ein fyrirmynd, heldur hlutar af mörgum. Og ég er ekkert endilega sammála þeim að fullu þó þau búi yfir góðum eiginleikum. Ég dáðist að Vilmundi Gylfasyni, var oft hrifin af Jóni Bala, mjög hrifin af Sigríði Dúnu og Kristínu Páls heitinni úr Kvennalistanum. Af erlendum vettvangi get ég nefnt Bhenazir Bhutto, Thatcher var frábær stjórnmálamaður þó ég hafi sjaldan verið sammála henni, Blair átti spretti, Churchill, JFK, Gandhi. Ég dáist að heiðarlegu, greindu og hugrökku stjórnmálafólki. Og ég kann að meta kosti fólks þó ég sé því ekki málefnalega sammála. Besta íslenska Eurovision-lagið? Eitt lag enn með Siggu og Grétari. Og lögin með Blár Ópal strákunum voru bæði góð þó þau hefðu ekki hlotið brautargengi. Svo er ég mikill aðdáandi Daða og Gagnamagnsins. Besta frí sem þú hefur farið í? Jóga- og fjallgönguferð til Spánar. Og mjög eftirminnileg ferð til Kanarí þegar ég bjó í Bretlandi. Ég var mjög þreytt eftir langa vinnutörn, fór til Kanarí og svaf í viku. Sá og gerði ekkert. Bara svaf. Uppáhalds þynnkumatur? Ég drekk ekki og verð því ekki þunn. En það voru hamborgari, franskar og kók á sínum tíma. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Og fer líklega ekki nema það vari til næsta vors. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Og Drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Við stálumst oft í sundlaugina á djamminu. Það var ekki búið að finna upp Securitas eða þjófavörn þá í Garðabænum. Man bara eftir að hafa þurft að hlaupa undan löggunni einu sinni. Rómantískasta uppátækið? Ég er sjálf gjörsneydd rómantísku hugarflugi. En það var góður maður sem bauð mér eitt sinn á stefnumót, náði í mig í kvöldverðarboðið og var með besta vin sinn í alltof litlum lúðrasveitarbúningi sem einkabílstjóra. Það var mjög skemmtilegt. Allra rómantískast er þó þegar eldað er fyrir mig. Og ég er mikil kertakona. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Álfheiður Eymarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Álfheiður Eymarsdóttir en er oftast kölluð Alfa. Ég er 52ja ára og á tvo unglinga. Sigyn er 18 ára nemi á listabraut FSU og Eymar er 15 ára og nýútskrifaður úr grunnskóla. Við búum á Selfossi ásamt kettinum okkar. Ég er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði en flutti með foreldrum mínum í Garðabæinn 11 ára gömul og sleit þar barnsskónum. Menntaði mig í Flataskóla, Garðaskóla og FG. Stuttu eftur tvítugt flutti ég nær HÍ og hef búið í og við miðbæ Reykjavíkur í um 15 ár samtals. Ég bjó í Bretlandi í um 10 ár, lærði, starfaði þar og bjó. Við fluttum á Selfoss árið 2015.“ „Ég er menntaður stjórnmálafræðingur frá HÍ og með Diplóma í Alþjóðlegum stjórnmálakenningum & stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla og stefni á að ljúka Msc gráðu þaðan í nóvember 2021. Ég hef unnið lengst af sem kerfisstjóri, sérfræðingur og yfirstjórnandi, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis og erlendis, og hef átt og rekið eigin fyrirtæki. Störf mín í gegnum tíðina hafa aðallega tengst tölvu- og samskiptabúnaði, veflausnum og rafrænni þjónustu/sjálfsafgreiðslu, umbótaverkefnum í þjónustu, almennum stjórnunarstörfum ásamt sjávarútvegi.“ „Ég gekk í Pírata árið 2013. Sat á lista Pírata árið 2014 í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Hef setið í stjórn Pírata á Suðurlandi frá 2016 með hléum og sit nú í stjórn kjördæmafélags Pírata í Suðurkjördæmi. Ég var í 4. sæti lista Pírata fyrir Alþingiskosningar árið 2016 og í 2.sæti árið 2017. Ég hef sinnt störfum varaþingmanns á þessu kjörtímabili og setið á þingi í fjarveru Smára McCarthy nokkrum sinnum. Við Píratar í Árborg stofnuðum bæjarmálafélagið Áfram Árborg ásamt Viðreisn og óháðum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. Þar sat ég í 2.sæti listans og við náðum inn einum manni. Ég er varabæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg og varaformaður Eigna- og veitunefndar sveitarfélagsins. Ég hef verið í leyfi frá þeim störfum frá því vorið 2021. Þá sit ég í stjórn RARIK f.h. Pírata og hef gert frá árinu 2016. Ég er umbóta- og framfarasinni, trúi á frelsi einstaklingsins og lýðræðið, sanngjarnar leikreglur fyrir alla, mannréttindi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, réttlæti og einkunnarorð frönsku byltingarinnar sem eiga alltaf við. Ég trúi á velsældarsamfélag þar sem öllum er tryggð framfærsla, húsnæði, menntun og heilbrigði. Fjárhagslegt óöryggi, húsnæðisóöryggi, skortur á menntun og heilbrigðisþjónustu elur af sér mannlega eymd, öfgar, fordóma og ótta. Ég er heiðarleg og hef enga þolinmæði fyrir stanslausu málæði um ekki neitt, innantóm loforð og sandkassaleik.“ Klippa: Oddvitaáskorun: Álfheiður Eymarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornafjörður í allri sinni dýrð. Haf, fjöll og jöklar. En Suðaustur- og Suðurlandið allt, Suðurnesin og Eyjar eru auðvitað með alltumlykjandi fegurð og kraumandi krafta jarðarinnar. Við erum forréttindafólk Íslendingar að eiga alla þessa fegurð. Hvað færðu þér í bragðaref? Rjómaís á Huppu með lakkrís, snickers og jarðarberjum og piparlakkrísdufti einhverju. Uppáhalds bók? Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera. Ennþá. 34 árum seinna. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Upside down með Díönu Ross. Skammast mín niður í gólf. Ég er rokkari. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég væri til í Snæfellsnesið eða Barðaströnd. Eða Hrísey. Eða Hafnarfirði. Jafnvel fara aftur í Garðabæinn eða 101. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég vinn yfirleitt heima þannig að það breyttist lítið hjá mér nema fleira heimilisfólk var heima með mér, krakkarnir sem vanalega fara í skólann voru meira heima þannig að ég var í meiri tiltekt og matargerð en vanalega. Fjörugra heimilislíf. Minni vinnufriður. En við tökum saman hámhorf, erum mikið í Flash, Marvel, DC Comics. Horfum reglulega á Guardians of the Galaxy. Ef ég er í sólóhámhorfi þá er ég nánast alæta. Ég horfi mikið á breskt efni og heimildamyndir. Það komu engin ný áhugamál en gafst kannski meiri tími í áhugamálin sem við áttum fyrir. Hvað tekur þú í bekk? Nei þakka þér fyrir. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Álfheiður í Kúala Lúmpúr. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Landvörður í óbyggðum. Annars ætlaði ég alltaf að verða njósnari. Bond. Alfa Bond. Ég er kaldastríðsbarn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ertu að leita hælis fyrir þig eða alla þjóðina? Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie. Besti fimmaurabrandarinn? Pabbi er með þá alla. Talaðu við hann. Ein sterkasta minningin úr æsku? "Að keyra yfir jökulárnar á söndunum á vörubílspöllum og risaplönkum áður en það var brúað. Og að vera úti á sjó. Langar bílferðir þar sem ekki mátti opna glugga svo malarrykið kæmi ekki inn um gluggann -en allir reyktu inni í bílunum. Reykurinn var í lagi en ekki rykið. Ég kem af mölinni. Svona var þetta. " Álfheiður að mála Hvolskirkju. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er engin ein fyrirmynd, heldur hlutar af mörgum. Og ég er ekkert endilega sammála þeim að fullu þó þau búi yfir góðum eiginleikum. Ég dáðist að Vilmundi Gylfasyni, var oft hrifin af Jóni Bala, mjög hrifin af Sigríði Dúnu og Kristínu Páls heitinni úr Kvennalistanum. Af erlendum vettvangi get ég nefnt Bhenazir Bhutto, Thatcher var frábær stjórnmálamaður þó ég hafi sjaldan verið sammála henni, Blair átti spretti, Churchill, JFK, Gandhi. Ég dáist að heiðarlegu, greindu og hugrökku stjórnmálafólki. Og ég kann að meta kosti fólks þó ég sé því ekki málefnalega sammála. Besta íslenska Eurovision-lagið? Eitt lag enn með Siggu og Grétari. Og lögin með Blár Ópal strákunum voru bæði góð þó þau hefðu ekki hlotið brautargengi. Svo er ég mikill aðdáandi Daða og Gagnamagnsins. Besta frí sem þú hefur farið í? Jóga- og fjallgönguferð til Spánar. Og mjög eftirminnileg ferð til Kanarí þegar ég bjó í Bretlandi. Ég var mjög þreytt eftir langa vinnutörn, fór til Kanarí og svaf í viku. Sá og gerði ekkert. Bara svaf. Uppáhalds þynnkumatur? Ég drekk ekki og verð því ekki þunn. En það voru hamborgari, franskar og kók á sínum tíma. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Og fer líklega ekki nema það vari til næsta vors. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Og Drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Við stálumst oft í sundlaugina á djamminu. Það var ekki búið að finna upp Securitas eða þjófavörn þá í Garðabænum. Man bara eftir að hafa þurft að hlaupa undan löggunni einu sinni. Rómantískasta uppátækið? Ég er sjálf gjörsneydd rómantísku hugarflugi. En það var góður maður sem bauð mér eitt sinn á stefnumót, náði í mig í kvöldverðarboðið og var með besta vin sinn í alltof litlum lúðrasveitarbúningi sem einkabílstjóra. Það var mjög skemmtilegt. Allra rómantískast er þó þegar eldað er fyrir mig. Og ég er mikil kertakona.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira