Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. september 2021 18:29 Meðlimir Bleika fílsins söfnuðust saman í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira