Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2021 07:30 Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að hann eigi erfitt en spennandi verkefni fyrir höndum. Mynd/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val. „Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira