Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2021 07:30 Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að hann eigi erfitt en spennandi verkefni fyrir höndum. Mynd/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val. „Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
„Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn