Húrra fyrir frelsinu (í boði Evrópusambandsins) Pawel Bartoszek skrifar 2. september 2021 09:00 Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar