Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 14:41 Í sumar hefur Menningarhúsið Hof á Akureyri verið vinsæll áfangastaður krakka og unglinga sem freista þess að kæla sig niður í hitanum með því að stökkva í sjóinn. Vísir/Tryggvi Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti. Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti.
Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43