Samkvæmt frétt The Athletic ganga viðræður vel og styttist í að hinn 26 ára gamli Rúnar Alex verði leikmaður OH Leuven. Markvörðurinn hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Mikel Arteta og er orðinn þriðji markvörður liðsins nú eftir að Aaron Ramsdale var keyptur frá Sheffield United á dögunum.
OH Leuven close to completing loan signing of Arsenal GK Alex Runarsson. Down to paperwork on a deal broken by @mcgrathmike. 26yo Iceland international contracted at #AFC until 2024. Belgian side Leuven the sister club of Leicester @TheAthleticUK #LCFC https://t.co/4GLPbEoYp0
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 31, 2021
Verandi með Bernd Leno og Ramsdale hefur Arsenal tekið þá ákvörðun að lána Rúnar til Belgíu. Hann ætti að þekkja ágætlega til en hann ólst upp þar í landi þar sem faðir hans, Rúnar Kristinsson, lék lengi vel með Lokeren.
Leuven situr sem stendur í 17. sæti deildarinnar, af 18 liðum. Þegar sex umferðir eru búnar hefur liðið ekki unnið leik. Fjögur jafntefli og tvö töp niðurstaðan til þessa.
Rúnar Alex á að baki 10 A-landsleiki og er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir þriggja leikja törn í undankeppni HM. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.