Ísrael var eitt fyrsta ríki heims til að hefja bólusetningarátak gegn kórónuveirunni en um 60 prósent íbúa hafa verið fullbólusett og 80 prósent fullorðinna.
Þrátt fyrir þetta hefur delta-afbrigðið valdið nokkrum usla en nýkjörinn forsætisráðherra, Naftali Bennett, segir að bylgjunni yrði haldið í skefjum með bólusetningum og vægum sóttvarnaaðgerðum á borð við grímuskyldu og fjöldatakmarkanir.
Stjórnvöld hafa hvatt alla landsmenn 12 ára og eldri til að þiggja örvunarskammt og stefna ótrauð á fyrirhugaða opnun skóla á morgun, þrátt fyrir fjölda smita.
Bennett segir örvunarskammtana þegar hafa skilað árangri, meðal annars færri innlögnum.