Oddvitaáskorunin: Fæddur sósíalisti Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 21:00 Katrín Baldursdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Baldursdóttir leiðir lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum. „Ég er fæddur sósíalisti, það er ekki nokkur einasta spurning. Hún kraumar ekki, hún sýður í mér réttlætiskenndin og það er auðvelt að koma mér á flug í pólitískri umræðu. Ég nenni engri lognmollu, enda óréttlætið svo mikið í samfélaginu að lognmollan á ekki við. Engar settlegar sófasamræður við auðvaldið. Það þýðir ekkert lengur. Og nú stefnir í að allri COVID skuldinni verði skellt á venjulegt fólk og það er ógnvekjandi til þess að hugsa hversu miklu þeir ríku hafa sölsað undir í kórónuveirufaraldrinum eins og tekjur þeirra sína í nýjum tekjulista. Auðvaldið hefur kveikt í jörðinni, afþítt jöklana, mengað hafið, fyllt heiminn af alls konar óþarfa neysluvarningi og skilið eftir sig svo mikið rusl og drasl að jörðin unir því ekki lengur. Jörðin grætur og mannkynið líka. Stórkapítalistarnir hafa líka framkallað svo mikinn ójöfnuð að nú eiga nokkrir menn allan heiminn og stjórna honum í nafni auðs. Og græðgin er svo mikill að þeim er skítsama um fátækt og barnadauða, hungur og húsnæðisleysi.“ Færa fólkinu völdin „Á Íslandi hirða glæpamenn arðinn af auðlindum okkar og fátækra landa í Afríku og víðar, en hafa hingað til sloppið undan dómsvaldinu á Íslandi enda er það að mestu skipað Sjálfstæðismönnum sem auðmennirnir hafa í vasanum. Nú stefnir í að þessir sömu menn ætli að einkavæða allt Ísland. Til dæmis að veikja svo heilbrigðiskerfið þannig að hægt verði að færa það einkaframtakinu á silfurfati. Öryrkjar og fátækt eftirlaunafólk getur étið það sem úti frýs enda lítur auðvaldið á það fólk sem bagga á þjóðfélaginu sem geti sjálfum sér um kennt hvernig er komið fyrir því. Nei, þetta gengur ekki lengur, við þurfum að taka völdin af auðvaldinu og færa það fólkinu. Afnema alræði auðvaldsins og skapa raunverulegt lýðræði. Ég berst fyrir allt venjulegt fólk sem á allt það besta skilið.“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Baldursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vík í Mýrdal. Hvað færðu þér í bragðaref? Hvað er það? Uppáhalds bók? Móðirin eftir Maxim Gorki. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Harðsnúna Hanna. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Vestfjörðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Fór út að labba, fór svo aftur út að labba og svo aftur og aftur til að anda að mér vatni í hafi, ám eða lækjum. Hvað tekur þú í bekk? Helst ekki meira en fimmtán í hverjum bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að boða kærleikskerfið sósíalisma hvar sem er í heiminum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ekki neitt, bara hlusta og reyna að skilja. Uppáhalds tónlistarmaður? Allir í kúbversku hljómsveitinni Buena Vista Social Club. Besti fimmaurabrandarinn? Steig á viktina áðan og sá að ég þarf nauðsynlega að láta klippa mig. Ein sterkasta minningin úr æsku? Veröldin í náttúrunni og fjörunni við Reynisfjall í Vík í Mýrdal. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Hef aldrei átt fyrirmyndir í pólitík, nema kannski þá sem þorðu að berjast af lífi og sál eins og gömlu sósíalistarnir gerðu í árdaga. Besta íslenska Eurovision-lagið? Man ekki nafnið á einu einasta lagi í Eurovision, þó horfi ég á keppnina Besta frí sem þú hefur farið í? Þau eru ótal mörg bestu fríin, það fer bara eftir hverngi mér líður þann daginn hvaða frí er best. Vænst þykir mér um þau sem ég hef farið í með börnunum mínum. Uppáhalds þynnkumatur? Ég hef ekki drukkið áfengi svo lengi svo ég get ekki svarað þessari spurningu. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Alltaf á leiðinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Hef aldrei horft á Fóstbræður en elska Spaugstofuna. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Grammafónninn. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég hjólaði alein yfir Karlsbrúna í Prag í kvöldhúminu og átti hana alveg fyrir mig. Það var árið 1984 nokkrum árum áður en Berlínarmúrinn féll. Þetta væri óhugsandi í dag vegna fjölda túrista í Prag. Rómantískustu stundir lífs míns hef ég upplifað ein með sjálfri mér. Með því er ég ekki að lasta mennina í lífi mínu. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Katrín Baldursdóttir leiðir lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum. „Ég er fæddur sósíalisti, það er ekki nokkur einasta spurning. Hún kraumar ekki, hún sýður í mér réttlætiskenndin og það er auðvelt að koma mér á flug í pólitískri umræðu. Ég nenni engri lognmollu, enda óréttlætið svo mikið í samfélaginu að lognmollan á ekki við. Engar settlegar sófasamræður við auðvaldið. Það þýðir ekkert lengur. Og nú stefnir í að allri COVID skuldinni verði skellt á venjulegt fólk og það er ógnvekjandi til þess að hugsa hversu miklu þeir ríku hafa sölsað undir í kórónuveirufaraldrinum eins og tekjur þeirra sína í nýjum tekjulista. Auðvaldið hefur kveikt í jörðinni, afþítt jöklana, mengað hafið, fyllt heiminn af alls konar óþarfa neysluvarningi og skilið eftir sig svo mikið rusl og drasl að jörðin unir því ekki lengur. Jörðin grætur og mannkynið líka. Stórkapítalistarnir hafa líka framkallað svo mikinn ójöfnuð að nú eiga nokkrir menn allan heiminn og stjórna honum í nafni auðs. Og græðgin er svo mikill að þeim er skítsama um fátækt og barnadauða, hungur og húsnæðisleysi.“ Færa fólkinu völdin „Á Íslandi hirða glæpamenn arðinn af auðlindum okkar og fátækra landa í Afríku og víðar, en hafa hingað til sloppið undan dómsvaldinu á Íslandi enda er það að mestu skipað Sjálfstæðismönnum sem auðmennirnir hafa í vasanum. Nú stefnir í að þessir sömu menn ætli að einkavæða allt Ísland. Til dæmis að veikja svo heilbrigðiskerfið þannig að hægt verði að færa það einkaframtakinu á silfurfati. Öryrkjar og fátækt eftirlaunafólk getur étið það sem úti frýs enda lítur auðvaldið á það fólk sem bagga á þjóðfélaginu sem geti sjálfum sér um kennt hvernig er komið fyrir því. Nei, þetta gengur ekki lengur, við þurfum að taka völdin af auðvaldinu og færa það fólkinu. Afnema alræði auðvaldsins og skapa raunverulegt lýðræði. Ég berst fyrir allt venjulegt fólk sem á allt það besta skilið.“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Baldursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vík í Mýrdal. Hvað færðu þér í bragðaref? Hvað er það? Uppáhalds bók? Móðirin eftir Maxim Gorki. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Harðsnúna Hanna. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Vestfjörðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Fór út að labba, fór svo aftur út að labba og svo aftur og aftur til að anda að mér vatni í hafi, ám eða lækjum. Hvað tekur þú í bekk? Helst ekki meira en fimmtán í hverjum bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði fyrir og eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að boða kærleikskerfið sósíalisma hvar sem er í heiminum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ekki neitt, bara hlusta og reyna að skilja. Uppáhalds tónlistarmaður? Allir í kúbversku hljómsveitinni Buena Vista Social Club. Besti fimmaurabrandarinn? Steig á viktina áðan og sá að ég þarf nauðsynlega að láta klippa mig. Ein sterkasta minningin úr æsku? Veröldin í náttúrunni og fjörunni við Reynisfjall í Vík í Mýrdal. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Hef aldrei átt fyrirmyndir í pólitík, nema kannski þá sem þorðu að berjast af lífi og sál eins og gömlu sósíalistarnir gerðu í árdaga. Besta íslenska Eurovision-lagið? Man ekki nafnið á einu einasta lagi í Eurovision, þó horfi ég á keppnina Besta frí sem þú hefur farið í? Þau eru ótal mörg bestu fríin, það fer bara eftir hverngi mér líður þann daginn hvaða frí er best. Vænst þykir mér um þau sem ég hef farið í með börnunum mínum. Uppáhalds þynnkumatur? Ég hef ekki drukkið áfengi svo lengi svo ég get ekki svarað þessari spurningu. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Alltaf á leiðinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Hef aldrei horft á Fóstbræður en elska Spaugstofuna. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Grammafónninn. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég hjólaði alein yfir Karlsbrúna í Prag í kvöldhúminu og átti hana alveg fyrir mig. Það var árið 1984 nokkrum árum áður en Berlínarmúrinn féll. Þetta væri óhugsandi í dag vegna fjölda túrista í Prag. Rómantískustu stundir lífs míns hef ég upplifað ein með sjálfri mér. Með því er ég ekki að lasta mennina í lífi mínu.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira