„Ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2021 21:55 Fylkiskonur eru í strembinni stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar í deildinni. Vísir/Daníel Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna. „Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira