„Einar Áskell er einhvern veginn erkitýpískt barn“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Sigþrúður Gunnarsdóttir, bókmennta- og íslenskufræðingur, hitti Gunillu Bergström, höfund bókanna um Einar Áskel, einu sinni. Hún hafi verið afskaplega indæl manneskja og mjög í stíl við bækurnar sínar. Bergström lést í síðustu viku. Mynd/Eva Schram „Einar Áskell er einhvern veginn erkitýpískt barn. Hann er hið týpiska barn. Ég held að það sé þess vegna sem maður sem foreldri hefur svo gaman af því að lesa bækurnar um Einar Áskel. Maður kannast við svo ótrúlega margt frá þeim börnum sem maður þekkir í fari hans.“ Þetta segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, bókmennta- og íslenskufræðingur, um hina ástsælu barnabókapersónu, Einar Áskel. Höfundur bókanna, hin sænska Gunilla Bergström, lést í síðustu viku, 79 ára að aldri. „Ég held að Gunilla hafi verið ótrúlega næm á krakka og hún lýsir þeim ótrúlega skemmtilega án þess þó nokkurn tímann að gera lítið úr þeim. Hún hittir á kjarnann í barninu.“ Fyrsta bókin um Einar Áskel, Góða nótt, Einar Áskell, kom út í Svíþjóð árið 1972 og á Íslandi um átta árum síðar. Alls urðu bækurnar í bókaflokknum 26 talsins þar sem sú síðasta kom út árið 2012. Bergström ritaði bæði texta og myndskreytti bækurnar. Í bókunum má fylgjast með ævintýrum og samskiptum Einars Áskels við bæði fullorðna – til að mynda föður hans og Fíu frænku – og önnur börn, þeirra á meðal vini hans Viktor og Millu. Og ekki má gleyma leynivininum Manga. Einar Áskell birtist í bókunum sem glaðlyndur, góður og uppátækjasamur drengur en þarf líkt og öll börn á tímum að glíma við ýmsar aðrar tilfinningar – reiði, öfundsýki, hræðslu og fleira – og finna sinn veg. Þekkja mun á réttu og röngu og læra af mistökum. Gunilla Bergström lést í síðustu viku, 79 ára að aldri.Wikipedia Einungis á heimili sínu eða í algeru nærumhverfi Sigþrúður segir Einar Áskel búa með föður sínum sænsku blokkarhverfi en að lítið fleira sé í raun vitað. „Það er ekki mikið týpískt sænskt við hann. Hann býr í blokk í borg. Sögurnar gerast langflestar annað hvort inni á heimilinu eða í algeru nærumhverfi, þannig að þetta gæti hafa átt að gerast í hvaða borg sem er. Ég minnist þess ekki að Einar Áskell fari í einhverjar ferðir eða sjái eitthvað markvert. Hann er heima hjá sér og úti að leika sér í umhverfi sem gæti í raun verið hvar sem er í vestrænni borg.“ Sigþrúður segir að bækurnar um Einar Áskel hafi slegið strax í gegn hér á landi. „Einar Áskell verður strax íslenskum lesendum afskaplega hjartfólginn. Fyrstu bækurnar sem komu út hafa verið prentaðar oft. Þeirra á meðal er Góða nótt, Einar Áskell sem er lang, langvinsælasta bókin. Kynslóðir af börnum og foreldrum hafa farið í gegnum hana, aftur og aftur og aftur.“ Mamma Einars Áskels nefnd einu sinni Sigþrúður segir nýraunsæið hafa verið mjög ráðandi í bókmenntum og ekki síst barnabókmenntum á áttunda áratugnum svo það kann ekki að hafa stuðað fólk sérstaklega á sínum tíma að í bókunum alist Einar Áskell upp á heimili með einstæðum föður. „Það var mjög viðtekið að skrifa um hjónaskilnaði, einstæða foreldra og ýmiss konar vandamál. Það sem er kannski óvenjulegt við Einar Áskel er að þetta er kynnt sem afskaplega venjulegt líf. Hann býr bara þarna með pabba sínum. Það er ekkert vandamál. Það er ekkert erfitt að vera einn með einstæðum föður. Mamman er held ég einu sinni nefnd í öllum bókaflokknum. Þá hugsar pabbinn til mömmunnar, en annars er hún bara fjarverandi og engar skýringar gefnar á því. Við vitum ekkert hvað er með hana. Sjónarhornið er mjög bernskt að því að leyti og veruleikinn er bara þessi. Einar Áskell býr með pabba sínum og þannig bara er það. Það er ekkert verið að fjalla um það utanfrá.“ Vildi gera eitthvað annað Gunilla sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2006 að hún hafi á sínum tíma verið ómeðvituð um hversu einstakt það var að pabbinn væri einstætt foreldri. „Ég var einfaldlega þreytt á öllum þessum góðu, litlu, þægu mæðrum sem réðu ríkjum í öllum barnabókum á þessum tíma. Mér fannst það leiðinlegt, sagði Bergström og bætti við að hún vildi gera eitthvað annað. Í sama viðtali rifjaði hún upp hvernig fyrsta sagan hafi orðið til. Hún hafi þá starfað sem blaðamaður, verið í helgarfríi og lumað á góðri sögu. Félagarnir Einar Áskell og Viktor. „Sagan fjallar um það þegar Einar vill ekki fara að sofa og finnur þess vegna upp á endalausum afsökunum til að kalla á pabba sinn. […] Mér fannst hugmyndin sem ég lumaði á yndisleg, það er hugmyndin að foreldrið sofni á undan barninu eins og gerist í lokin. Þannig að ég varð að hafa að minnsta kosti eitt barn og eitt foreldri í sögunni,“ sagði Bergström, en út frá þessum aðstæðum hafi sögurnar um feðgana orðið til. Milla er vinkona Einars Áskels. Algerlega stórkostlegar bækur Sigþrúður segist sjálf bera miklar tilfinningar í garð bókannna um Einar Áskel. „Mér finnst þær algerlega stórkostlegar. Ég er aðeins of gömul til að hafa kynnst þeim sem lítið barn, en ég man samt eftir þeim sem krakki þar sem mamma mín var þá útgefandi bókanna hér á landi. Þær komu því inn á heimilið. Ég var orðin tíu ára þegar bækurnar fóru að koma út á Íslandi svo mér þótti þær vafalaust mjög barnalegar þá. En ég las þær hins vegar algerlega endalaust fyrir dætur mínar. Allar bækurnar. Og við hvern lestur urðu þær betri og betri. Svo þarf að taka fram að bækurnar voru sérstaklega vel þýddar af Sigrúnu Árnadóttur sem er líka nýfallin frá. Hún býr til þetta fallega íslenska nafn á hann– Einar Áskell. Íslenskum lesendum finnst hann líka bara heita Einar Áskell, en hann heitir náttúrulega Alfons Åberg á sænsku. En henni tókst einkar vel að gefa honum nafn. Hún leitaði að nafni sem væri þjált og gott, en samt pínu sérstakt. Eitthvað sem endurspeglaði sænska nafnið og gæfi þessum strák einhvern karakter. Hún var satt að segja svolítið stolt af því hvað þetta tókst vel hjá sér. Hún vandaði sig líka sérstaklega við þýðingar á þessum bókum sem ég held að skipti mjög miklu máli fyrir stöðu þessara bóka hér á landi.“ Nafn Einars Áskels á völdum tugumálum: Africaan: Dawie Arabíska: Burhan Brasilía, portúgalska: Alho Åberg Danska: Alfons Åberg Enska: Alfie Atkins Finnska: Mikko Mallikas Franska: Alphonse Aubert Færeyska: Álvur Ákasn Íslenska: Einar Áskell Hollenska: Alfons Alfrink Norska: Albert Åberg Pólska: Albert Albertson Spænska: Alfonso Þýska: Willi Wiberg Velska: Ifan Bifan „Afskaplega indæl manneskja“ Gunilla Bergström starfaði sem blaðamaður hjá Aftonbladet áður en hún gaf út sína fyrstu bók – Pabbi Míu flytur – árið 1971, en ári síðar kom svo út fyrsta bókin um Einar Áskel. Bergström eignaðist tvö börn og er það yngra með einhverfu. Börnin veittu henn innblástur til að skrifa bækurnar um Bill og Bollu þar sem umfjöllunarefnið er einmitt fjölskyldulíf og einhverfa. Sigþrúður segir að höfundaverk Gunillu Bergström nái þó að langstærstum hluta yfir bækurnar um Einar Áskell. „Ég hitti hana einu sinni. Afskaplega indæl manneskja og mjög í stíl við bækurnar sínar. Hún passaði mjög vel við þær. Hún var greinilega mjög glögg á börn og hvernig börn upplifa heiminn og miðlar því svo fallega í þessum bókum. Sömuleiðis, ef maður þarf að útskýra tilfinningar eða viðbrögð við hlutum, þá held ég að maður geti nánast alltaf fundið Einars Áskels bók sem tæklar það. Hvort sem það er að fara að sofa á kvöldin, eins og í Góða nótt, Einar Áskell, eða eitthvað annað. Gunilla Bergström fór svo með tímanum að skrifa um alvarlegri málefni. Má þar nefna bókina Einar Áskell og stríðspabbinn þar sem Einar Áskell eignast vin sem er flóttamaður frá einhverju ónefndu, stríðshrjáðu landi. Þannig hún veigraði sér ekkert við fjalla um alvöru mál, en gerði það alltaf á þennan ótrúlega hlýja og fallega máta.“ Alls hafa verið gefnar út 5,4 milljónir eintaka af bókum um Einar Áskell í Svíþjóð og 4,4 milljónir á erlendri grundu að því er segir á síðunni alfons.se. Bókmenntir Svíþjóð Menning Börn og uppeldi Tengdar fréttir Höfundur bókanna um Einar Áskel er látinn Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström, sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, er látin 79 ára að aldri. 26. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, bókmennta- og íslenskufræðingur, um hina ástsælu barnabókapersónu, Einar Áskel. Höfundur bókanna, hin sænska Gunilla Bergström, lést í síðustu viku, 79 ára að aldri. „Ég held að Gunilla hafi verið ótrúlega næm á krakka og hún lýsir þeim ótrúlega skemmtilega án þess þó nokkurn tímann að gera lítið úr þeim. Hún hittir á kjarnann í barninu.“ Fyrsta bókin um Einar Áskel, Góða nótt, Einar Áskell, kom út í Svíþjóð árið 1972 og á Íslandi um átta árum síðar. Alls urðu bækurnar í bókaflokknum 26 talsins þar sem sú síðasta kom út árið 2012. Bergström ritaði bæði texta og myndskreytti bækurnar. Í bókunum má fylgjast með ævintýrum og samskiptum Einars Áskels við bæði fullorðna – til að mynda föður hans og Fíu frænku – og önnur börn, þeirra á meðal vini hans Viktor og Millu. Og ekki má gleyma leynivininum Manga. Einar Áskell birtist í bókunum sem glaðlyndur, góður og uppátækjasamur drengur en þarf líkt og öll börn á tímum að glíma við ýmsar aðrar tilfinningar – reiði, öfundsýki, hræðslu og fleira – og finna sinn veg. Þekkja mun á réttu og röngu og læra af mistökum. Gunilla Bergström lést í síðustu viku, 79 ára að aldri.Wikipedia Einungis á heimili sínu eða í algeru nærumhverfi Sigþrúður segir Einar Áskel búa með föður sínum sænsku blokkarhverfi en að lítið fleira sé í raun vitað. „Það er ekki mikið týpískt sænskt við hann. Hann býr í blokk í borg. Sögurnar gerast langflestar annað hvort inni á heimilinu eða í algeru nærumhverfi, þannig að þetta gæti hafa átt að gerast í hvaða borg sem er. Ég minnist þess ekki að Einar Áskell fari í einhverjar ferðir eða sjái eitthvað markvert. Hann er heima hjá sér og úti að leika sér í umhverfi sem gæti í raun verið hvar sem er í vestrænni borg.“ Sigþrúður segir að bækurnar um Einar Áskel hafi slegið strax í gegn hér á landi. „Einar Áskell verður strax íslenskum lesendum afskaplega hjartfólginn. Fyrstu bækurnar sem komu út hafa verið prentaðar oft. Þeirra á meðal er Góða nótt, Einar Áskell sem er lang, langvinsælasta bókin. Kynslóðir af börnum og foreldrum hafa farið í gegnum hana, aftur og aftur og aftur.“ Mamma Einars Áskels nefnd einu sinni Sigþrúður segir nýraunsæið hafa verið mjög ráðandi í bókmenntum og ekki síst barnabókmenntum á áttunda áratugnum svo það kann ekki að hafa stuðað fólk sérstaklega á sínum tíma að í bókunum alist Einar Áskell upp á heimili með einstæðum föður. „Það var mjög viðtekið að skrifa um hjónaskilnaði, einstæða foreldra og ýmiss konar vandamál. Það sem er kannski óvenjulegt við Einar Áskel er að þetta er kynnt sem afskaplega venjulegt líf. Hann býr bara þarna með pabba sínum. Það er ekkert vandamál. Það er ekkert erfitt að vera einn með einstæðum föður. Mamman er held ég einu sinni nefnd í öllum bókaflokknum. Þá hugsar pabbinn til mömmunnar, en annars er hún bara fjarverandi og engar skýringar gefnar á því. Við vitum ekkert hvað er með hana. Sjónarhornið er mjög bernskt að því að leyti og veruleikinn er bara þessi. Einar Áskell býr með pabba sínum og þannig bara er það. Það er ekkert verið að fjalla um það utanfrá.“ Vildi gera eitthvað annað Gunilla sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2006 að hún hafi á sínum tíma verið ómeðvituð um hversu einstakt það var að pabbinn væri einstætt foreldri. „Ég var einfaldlega þreytt á öllum þessum góðu, litlu, þægu mæðrum sem réðu ríkjum í öllum barnabókum á þessum tíma. Mér fannst það leiðinlegt, sagði Bergström og bætti við að hún vildi gera eitthvað annað. Í sama viðtali rifjaði hún upp hvernig fyrsta sagan hafi orðið til. Hún hafi þá starfað sem blaðamaður, verið í helgarfríi og lumað á góðri sögu. Félagarnir Einar Áskell og Viktor. „Sagan fjallar um það þegar Einar vill ekki fara að sofa og finnur þess vegna upp á endalausum afsökunum til að kalla á pabba sinn. […] Mér fannst hugmyndin sem ég lumaði á yndisleg, það er hugmyndin að foreldrið sofni á undan barninu eins og gerist í lokin. Þannig að ég varð að hafa að minnsta kosti eitt barn og eitt foreldri í sögunni,“ sagði Bergström, en út frá þessum aðstæðum hafi sögurnar um feðgana orðið til. Milla er vinkona Einars Áskels. Algerlega stórkostlegar bækur Sigþrúður segist sjálf bera miklar tilfinningar í garð bókannna um Einar Áskel. „Mér finnst þær algerlega stórkostlegar. Ég er aðeins of gömul til að hafa kynnst þeim sem lítið barn, en ég man samt eftir þeim sem krakki þar sem mamma mín var þá útgefandi bókanna hér á landi. Þær komu því inn á heimilið. Ég var orðin tíu ára þegar bækurnar fóru að koma út á Íslandi svo mér þótti þær vafalaust mjög barnalegar þá. En ég las þær hins vegar algerlega endalaust fyrir dætur mínar. Allar bækurnar. Og við hvern lestur urðu þær betri og betri. Svo þarf að taka fram að bækurnar voru sérstaklega vel þýddar af Sigrúnu Árnadóttur sem er líka nýfallin frá. Hún býr til þetta fallega íslenska nafn á hann– Einar Áskell. Íslenskum lesendum finnst hann líka bara heita Einar Áskell, en hann heitir náttúrulega Alfons Åberg á sænsku. En henni tókst einkar vel að gefa honum nafn. Hún leitaði að nafni sem væri þjált og gott, en samt pínu sérstakt. Eitthvað sem endurspeglaði sænska nafnið og gæfi þessum strák einhvern karakter. Hún var satt að segja svolítið stolt af því hvað þetta tókst vel hjá sér. Hún vandaði sig líka sérstaklega við þýðingar á þessum bókum sem ég held að skipti mjög miklu máli fyrir stöðu þessara bóka hér á landi.“ Nafn Einars Áskels á völdum tugumálum: Africaan: Dawie Arabíska: Burhan Brasilía, portúgalska: Alho Åberg Danska: Alfons Åberg Enska: Alfie Atkins Finnska: Mikko Mallikas Franska: Alphonse Aubert Færeyska: Álvur Ákasn Íslenska: Einar Áskell Hollenska: Alfons Alfrink Norska: Albert Åberg Pólska: Albert Albertson Spænska: Alfonso Þýska: Willi Wiberg Velska: Ifan Bifan „Afskaplega indæl manneskja“ Gunilla Bergström starfaði sem blaðamaður hjá Aftonbladet áður en hún gaf út sína fyrstu bók – Pabbi Míu flytur – árið 1971, en ári síðar kom svo út fyrsta bókin um Einar Áskel. Bergström eignaðist tvö börn og er það yngra með einhverfu. Börnin veittu henn innblástur til að skrifa bækurnar um Bill og Bollu þar sem umfjöllunarefnið er einmitt fjölskyldulíf og einhverfa. Sigþrúður segir að höfundaverk Gunillu Bergström nái þó að langstærstum hluta yfir bækurnar um Einar Áskell. „Ég hitti hana einu sinni. Afskaplega indæl manneskja og mjög í stíl við bækurnar sínar. Hún passaði mjög vel við þær. Hún var greinilega mjög glögg á börn og hvernig börn upplifa heiminn og miðlar því svo fallega í þessum bókum. Sömuleiðis, ef maður þarf að útskýra tilfinningar eða viðbrögð við hlutum, þá held ég að maður geti nánast alltaf fundið Einars Áskels bók sem tæklar það. Hvort sem það er að fara að sofa á kvöldin, eins og í Góða nótt, Einar Áskell, eða eitthvað annað. Gunilla Bergström fór svo með tímanum að skrifa um alvarlegri málefni. Má þar nefna bókina Einar Áskell og stríðspabbinn þar sem Einar Áskell eignast vin sem er flóttamaður frá einhverju ónefndu, stríðshrjáðu landi. Þannig hún veigraði sér ekkert við fjalla um alvöru mál, en gerði það alltaf á þennan ótrúlega hlýja og fallega máta.“ Alls hafa verið gefnar út 5,4 milljónir eintaka af bókum um Einar Áskell í Svíþjóð og 4,4 milljónir á erlendri grundu að því er segir á síðunni alfons.se.
Nafn Einars Áskels á völdum tugumálum: Africaan: Dawie Arabíska: Burhan Brasilía, portúgalska: Alho Åberg Danska: Alfons Åberg Enska: Alfie Atkins Finnska: Mikko Mallikas Franska: Alphonse Aubert Færeyska: Álvur Ákasn Íslenska: Einar Áskell Hollenska: Alfons Alfrink Norska: Albert Åberg Pólska: Albert Albertson Spænska: Alfonso Þýska: Willi Wiberg Velska: Ifan Bifan
Bókmenntir Svíþjóð Menning Börn og uppeldi Tengdar fréttir Höfundur bókanna um Einar Áskel er látinn Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström, sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, er látin 79 ára að aldri. 26. ágúst 2021 07:56 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Höfundur bókanna um Einar Áskel er látinn Sænski rithöfundurinn Gunilla Bergström, sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, er látin 79 ára að aldri. 26. ágúst 2021 07:56