Spennið beltin! Sigmar Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Verðlag Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun