„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Elma Rut Valtýsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 29. ágúst 2021 21:17 Borghildur Sigurðardóttir er annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. Í viðtali við fréttastofu var Borghildur spurð hvers vegna stjórnin skuli vera að bregðast við fyrst núna. „Einfaldlega vegna þess að það koma fram greinar sem að segja frá atvikum sem að bara hreinlega hafa aldrei ratað inn á borð stjórnar og við vorum bara á engan hátt meðvituð um, sem er alveg svakalega erfitt. Það verður að bregðast við. Við ætlum ekki að standa í því að vera að þagga niður svona hluti, en því miður þá bara hafði stjórn ekki upplýsingar um tiltekið málefni.“ Hér má sjá viðtalið við Borghildi í heild sinni. Þá segir Borghildur að stjórnin hafi ekki búið yfir upplýsingum um það mál sem kona greindi frá í viðtali fyrr í vikunni þar sem hún sagði frá ofbeldisbroti leikmanns landsliðsins. Eins og fram hefur komið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambandsins fyrr í dag. En vissi formaðurinn þá einn af þessu? „Nei það var náttúrlega sendur póstur á fleiri aðila, en eina sem ég get sagt er að þetta kom aldrei til umræðu á stjórnarfundi. Við fengum ekki upplýsingar. Ég sá umræddan póst fyrst í gær. Það er bara staðan.“ Borghildur segir að vissulega sé það óeðlilegt að formaður upplýsi stjórn ekki um mál af þessum toga en hafa beri í huga að þessi mál séu flókin og erfið. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017. Hann stígur nú til hliðar. Vísir/Daníel Þór „Það eru ofboðslega margir hlutir sem spila inn í en það er að mínu mati nauðsynlegt að það séu upplýsingar. Þær þurfa ekki að vera með smáatriðum eða nöfnum eða því um líku, en að sjálfsögðu eiga allir að vita um svona alvarleg málefni.“ Hún segir sambandinu ekki hafa borist margar óformlegar ábendingar um kynferðisbrot eða ofbeldi. „En hins vegar viljum við hvetja þolendur að koma til okkar og segja okkur frá, því að við getum ekki brugðist við eða breytt neinu þegar við vitum ekki.“ Segir alla stjórnarmeðlimi hafa íhugað afsögn Sjálf segist Borghildur hafa íhugað að segja af sér. Allir sitjandi stjórnarmeðlimir hafi boðið fram afsögn. Lausnin sé hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. „Þetta er stór hreyfing og það er margt, margt annað í gangi heldur en þessi ömurlegu mál sem eru núna, en við þurfum að fylgja því ferli og við þurfum að geta haft hér starfsemi,“ segir Borghildur. „Við verðum að gera þetta af alvöru og við getum ekki bara lagt upp lappirnar og tekið enga ábyrgð og komið ekki neinu í framkvæmd. Það myndi ekki skila neinu.“ Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Stjórnin er um þessar mundir að stofna starfshóp sem vinnur að jafnréttismálum. Það er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, sem leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að ráða inn fleiri aðila í hópinn. „Þetta verður ekki á okkar vegum, þannig að við séum að sitja fundi eða gera nokkurn skapaðan hlut. En við þurfum einfaldlega að fá hóp til þess að geta tekið þátt í því að útrýma kynbundnu ofbeldi og öllu ofbeldi, hvort sem það beinist gagnvart konum eða öðrum minnihlutahópum. Við bara verðum að gera þetta.“ Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi einnig við Gísla Gíslason, hinn varaformann KSÍ, að loknum fundi. Hér að neðan má svo sjá viðtal Elísabetar við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. KSÍ MeToo Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 19:44 Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 KSÍ muni biðjast afsökunar Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir sambandið munu biðja þolendur kynferðisofbeldis afsökunar. 29. ágúst 2021 17:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Í viðtali við fréttastofu var Borghildur spurð hvers vegna stjórnin skuli vera að bregðast við fyrst núna. „Einfaldlega vegna þess að það koma fram greinar sem að segja frá atvikum sem að bara hreinlega hafa aldrei ratað inn á borð stjórnar og við vorum bara á engan hátt meðvituð um, sem er alveg svakalega erfitt. Það verður að bregðast við. Við ætlum ekki að standa í því að vera að þagga niður svona hluti, en því miður þá bara hafði stjórn ekki upplýsingar um tiltekið málefni.“ Hér má sjá viðtalið við Borghildi í heild sinni. Þá segir Borghildur að stjórnin hafi ekki búið yfir upplýsingum um það mál sem kona greindi frá í viðtali fyrr í vikunni þar sem hún sagði frá ofbeldisbroti leikmanns landsliðsins. Eins og fram hefur komið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambandsins fyrr í dag. En vissi formaðurinn þá einn af þessu? „Nei það var náttúrlega sendur póstur á fleiri aðila, en eina sem ég get sagt er að þetta kom aldrei til umræðu á stjórnarfundi. Við fengum ekki upplýsingar. Ég sá umræddan póst fyrst í gær. Það er bara staðan.“ Borghildur segir að vissulega sé það óeðlilegt að formaður upplýsi stjórn ekki um mál af þessum toga en hafa beri í huga að þessi mál séu flókin og erfið. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017. Hann stígur nú til hliðar. Vísir/Daníel Þór „Það eru ofboðslega margir hlutir sem spila inn í en það er að mínu mati nauðsynlegt að það séu upplýsingar. Þær þurfa ekki að vera með smáatriðum eða nöfnum eða því um líku, en að sjálfsögðu eiga allir að vita um svona alvarleg málefni.“ Hún segir sambandinu ekki hafa borist margar óformlegar ábendingar um kynferðisbrot eða ofbeldi. „En hins vegar viljum við hvetja þolendur að koma til okkar og segja okkur frá, því að við getum ekki brugðist við eða breytt neinu þegar við vitum ekki.“ Segir alla stjórnarmeðlimi hafa íhugað afsögn Sjálf segist Borghildur hafa íhugað að segja af sér. Allir sitjandi stjórnarmeðlimir hafi boðið fram afsögn. Lausnin sé hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. „Þetta er stór hreyfing og það er margt, margt annað í gangi heldur en þessi ömurlegu mál sem eru núna, en við þurfum að fylgja því ferli og við þurfum að geta haft hér starfsemi,“ segir Borghildur. „Við verðum að gera þetta af alvöru og við getum ekki bara lagt upp lappirnar og tekið enga ábyrgð og komið ekki neinu í framkvæmd. Það myndi ekki skila neinu.“ Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Stjórnin er um þessar mundir að stofna starfshóp sem vinnur að jafnréttismálum. Það er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, sem leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að ráða inn fleiri aðila í hópinn. „Þetta verður ekki á okkar vegum, þannig að við séum að sitja fundi eða gera nokkurn skapaðan hlut. En við þurfum einfaldlega að fá hóp til þess að geta tekið þátt í því að útrýma kynbundnu ofbeldi og öllu ofbeldi, hvort sem það beinist gagnvart konum eða öðrum minnihlutahópum. Við bara verðum að gera þetta.“ Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi einnig við Gísla Gíslason, hinn varaformann KSÍ, að loknum fundi. Hér að neðan má svo sjá viðtal Elísabetar við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.
KSÍ MeToo Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 19:44 Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 KSÍ muni biðjast afsökunar Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir sambandið munu biðja þolendur kynferðisofbeldis afsökunar. 29. ágúst 2021 17:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 19:44
Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. 29. ágúst 2021 18:32
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52
KSÍ muni biðjast afsökunar Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir sambandið munu biðja þolendur kynferðisofbeldis afsökunar. 29. ágúst 2021 17:55