Messi hóf leik á varamannabekk frönsku meistaranna og var skipt inná eftir 66 mínútna leik.
Hann kom þá inn fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Barcelona, Neymar.
Þá þegar var staðan orðin 0-2, PSG í vil, þar sem Kylian Mbappe gerði bæði mörkin en hann hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu.
PSG með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og strax komið með sjö mörk í plús í markatölu. Má ætla að sú tala muni halda áfram að hækka þegar Messi bætist við sóknarlínuna.