Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 17:33 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Jóhann Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað. Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað.
Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira