Sjálfstæðisflokkurinn það eina sem standi í vegi fyrir vinstristjórn Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 17:48 Bjarni Benediktsson á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Haraldur Thors Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að atkvæði með flokknum jafngildi atkvæði gegn því að vinstristjórn verði við völd næstu fjögur árin. Bjarni fór um víðan völl í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins í dag þar sem hann ræddi meðal annars samstarf ríkisstjórnarinnar, efnahagsmálin og mikilvægi þess að stefna flokksins ráði áfram för næstu árin. Fundurinn fór fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík en var auk þess streymt á minni fundum flokksins um allt land. Bjarni lagði áherslu á að Íslendingar þyrftu að vera opnir og tilbúnir til að grípa tækifæri í umhverfismálum til að nýta eigin orku og skapa um leið nýja hugvitsdrifna atvinnugrein á Íslandi. „Eitt virðist fara fyrir ofan garð og neðan í þessu öllu saman. Það er að í allt þetta þarf orku og til að sækja hana þarf að virkja. Og það getum við gert með umhverfisvænum hætti. Okkar stærsta framlag til umhverfisins felst í því að nýta umhverfisvæna orkugjafa sem við eigum til að framleiða afurðir til útflutnings eða vista gögn fyrir umheiminn hér á landi, svo dæmi sé tekið.“ Íslendingar ætli að ljúka orkuskiptum innan þriggja áratuga og það væri raunhæft að skipta um orkugjafa í bílum, í flugi og á sjó. Stefna flokksins grunnurinn að góðum árangri Íslendinga Formaður flokksins sagði jafnframt að stærsta verkefni heilbrigðiskerfisins til framtíðar væri að umbylta stafrænum innviðum þess. Með því geti tæknin bætt þjónustu sjúklinga, létt undir með starfsfólki, ýtt undir betri nýtingu fjármagns og aukið þekkingu. „Lönd sem ekki stórauka nýsköpun og innleiðingu tæknilegra lausna og innviða munu ekki geta staðið undir kröfum og kostnaði sem framúrskarandi heilbrigðiskerfi fylgir.“ Bjarni sagði að sjálfstæðisstefnan hafi verið grunnurinn að góðum árangri Íslendinga frá árinu 1929. „Þessar kosningar snúast um að þannig verði það áfram. Þær snúast um að án Sjálfstæðisflokksins verður hér vinstristjórn í einu formi eða öðru. Það má ekki gerast því við vitum hvað það þýðir. Hærri skattar, óráðsía og glundroði. Ekki jöfn tækifæri, heldur jöfn útkoma, undir stjórn hins opinbera.“ Hluti ráðherra Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundinum á Hilton Hotel Nordica í dag.Haraldur Thors Þá skaut Bjarni föstum skotum að Sósíalistaflokknum. „Ég hélt satt að segja að 1968 væri að hringja í mig þegar ég heyrði að Sósíalistaflokkurinn færi í framboð. Ég vissi ekki betur en að þá hafi sá flokkur runnið inn í Alþýðubandalagið sáluga. En nei, þeim er alvara - árið er 2021 og enn boða þau ríkisvæðingu tækifæranna. Þau boða meiri sósíalisma, lýsa því meira að segja yfir að hann sé í „tísku“! Spyrjum fólkið sem keppist við að rísa gegn harðstjórninni í sósíalistaríkjum eða flýja heimili sín hvort þeim finnist sín lífskjör vera í tísku.“ Hvetja eigi fólk frekar en að letja Einnig fjallaði Bjarni um mikilvægi þess að taka upp nýja sýn í örorku- og ellilífeyrismálum. Kerfið þurfi að vera þannig úr garði gert að það hvetji fólk til vinnu, frekar en að letja, og gera fólki betur kleift að auka tekjur sínar. Einnig þyrfti að stefna að því að leiðrétta stöðu þeirra sem hafa lítil réttindi svo það jafngildi inneign í lífeyrissjóði. Bjarni sagði að nýta mætti skattkerfið til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, til dæmis með sérstökum persónuafslætti sem væri útgreiðanlegur eftir atvikum. „Breytingar af þessu tagi munu ekki gerast í einu vetfangi. Það þarf undirbúning og samráð og ná þarf meirihluta fyrir uppstokkun. Fyrsta skrefið er þó hægt að taka strax, og við leggjum til að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna 1. janúar í okkar stjórnmálaályktun.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bjarni fór um víðan völl í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins í dag þar sem hann ræddi meðal annars samstarf ríkisstjórnarinnar, efnahagsmálin og mikilvægi þess að stefna flokksins ráði áfram för næstu árin. Fundurinn fór fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík en var auk þess streymt á minni fundum flokksins um allt land. Bjarni lagði áherslu á að Íslendingar þyrftu að vera opnir og tilbúnir til að grípa tækifæri í umhverfismálum til að nýta eigin orku og skapa um leið nýja hugvitsdrifna atvinnugrein á Íslandi. „Eitt virðist fara fyrir ofan garð og neðan í þessu öllu saman. Það er að í allt þetta þarf orku og til að sækja hana þarf að virkja. Og það getum við gert með umhverfisvænum hætti. Okkar stærsta framlag til umhverfisins felst í því að nýta umhverfisvæna orkugjafa sem við eigum til að framleiða afurðir til útflutnings eða vista gögn fyrir umheiminn hér á landi, svo dæmi sé tekið.“ Íslendingar ætli að ljúka orkuskiptum innan þriggja áratuga og það væri raunhæft að skipta um orkugjafa í bílum, í flugi og á sjó. Stefna flokksins grunnurinn að góðum árangri Íslendinga Formaður flokksins sagði jafnframt að stærsta verkefni heilbrigðiskerfisins til framtíðar væri að umbylta stafrænum innviðum þess. Með því geti tæknin bætt þjónustu sjúklinga, létt undir með starfsfólki, ýtt undir betri nýtingu fjármagns og aukið þekkingu. „Lönd sem ekki stórauka nýsköpun og innleiðingu tæknilegra lausna og innviða munu ekki geta staðið undir kröfum og kostnaði sem framúrskarandi heilbrigðiskerfi fylgir.“ Bjarni sagði að sjálfstæðisstefnan hafi verið grunnurinn að góðum árangri Íslendinga frá árinu 1929. „Þessar kosningar snúast um að þannig verði það áfram. Þær snúast um að án Sjálfstæðisflokksins verður hér vinstristjórn í einu formi eða öðru. Það má ekki gerast því við vitum hvað það þýðir. Hærri skattar, óráðsía og glundroði. Ekki jöfn tækifæri, heldur jöfn útkoma, undir stjórn hins opinbera.“ Hluti ráðherra Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundinum á Hilton Hotel Nordica í dag.Haraldur Thors Þá skaut Bjarni föstum skotum að Sósíalistaflokknum. „Ég hélt satt að segja að 1968 væri að hringja í mig þegar ég heyrði að Sósíalistaflokkurinn færi í framboð. Ég vissi ekki betur en að þá hafi sá flokkur runnið inn í Alþýðubandalagið sáluga. En nei, þeim er alvara - árið er 2021 og enn boða þau ríkisvæðingu tækifæranna. Þau boða meiri sósíalisma, lýsa því meira að segja yfir að hann sé í „tísku“! Spyrjum fólkið sem keppist við að rísa gegn harðstjórninni í sósíalistaríkjum eða flýja heimili sín hvort þeim finnist sín lífskjör vera í tísku.“ Hvetja eigi fólk frekar en að letja Einnig fjallaði Bjarni um mikilvægi þess að taka upp nýja sýn í örorku- og ellilífeyrismálum. Kerfið þurfi að vera þannig úr garði gert að það hvetji fólk til vinnu, frekar en að letja, og gera fólki betur kleift að auka tekjur sínar. Einnig þyrfti að stefna að því að leiðrétta stöðu þeirra sem hafa lítil réttindi svo það jafngildi inneign í lífeyrissjóði. Bjarni sagði að nýta mætti skattkerfið til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, til dæmis með sérstökum persónuafslætti sem væri útgreiðanlegur eftir atvikum. „Breytingar af þessu tagi munu ekki gerast í einu vetfangi. Það þarf undirbúning og samráð og ná þarf meirihluta fyrir uppstokkun. Fyrsta skrefið er þó hægt að taka strax, og við leggjum til að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna 1. janúar í okkar stjórnmálaályktun.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent