Sjálfstæðisflokkurinn það eina sem standi í vegi fyrir vinstristjórn Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 17:48 Bjarni Benediktsson á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Haraldur Thors Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að atkvæði með flokknum jafngildi atkvæði gegn því að vinstristjórn verði við völd næstu fjögur árin. Bjarni fór um víðan völl í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins í dag þar sem hann ræddi meðal annars samstarf ríkisstjórnarinnar, efnahagsmálin og mikilvægi þess að stefna flokksins ráði áfram för næstu árin. Fundurinn fór fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík en var auk þess streymt á minni fundum flokksins um allt land. Bjarni lagði áherslu á að Íslendingar þyrftu að vera opnir og tilbúnir til að grípa tækifæri í umhverfismálum til að nýta eigin orku og skapa um leið nýja hugvitsdrifna atvinnugrein á Íslandi. „Eitt virðist fara fyrir ofan garð og neðan í þessu öllu saman. Það er að í allt þetta þarf orku og til að sækja hana þarf að virkja. Og það getum við gert með umhverfisvænum hætti. Okkar stærsta framlag til umhverfisins felst í því að nýta umhverfisvæna orkugjafa sem við eigum til að framleiða afurðir til útflutnings eða vista gögn fyrir umheiminn hér á landi, svo dæmi sé tekið.“ Íslendingar ætli að ljúka orkuskiptum innan þriggja áratuga og það væri raunhæft að skipta um orkugjafa í bílum, í flugi og á sjó. Stefna flokksins grunnurinn að góðum árangri Íslendinga Formaður flokksins sagði jafnframt að stærsta verkefni heilbrigðiskerfisins til framtíðar væri að umbylta stafrænum innviðum þess. Með því geti tæknin bætt þjónustu sjúklinga, létt undir með starfsfólki, ýtt undir betri nýtingu fjármagns og aukið þekkingu. „Lönd sem ekki stórauka nýsköpun og innleiðingu tæknilegra lausna og innviða munu ekki geta staðið undir kröfum og kostnaði sem framúrskarandi heilbrigðiskerfi fylgir.“ Bjarni sagði að sjálfstæðisstefnan hafi verið grunnurinn að góðum árangri Íslendinga frá árinu 1929. „Þessar kosningar snúast um að þannig verði það áfram. Þær snúast um að án Sjálfstæðisflokksins verður hér vinstristjórn í einu formi eða öðru. Það má ekki gerast því við vitum hvað það þýðir. Hærri skattar, óráðsía og glundroði. Ekki jöfn tækifæri, heldur jöfn útkoma, undir stjórn hins opinbera.“ Hluti ráðherra Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundinum á Hilton Hotel Nordica í dag.Haraldur Thors Þá skaut Bjarni föstum skotum að Sósíalistaflokknum. „Ég hélt satt að segja að 1968 væri að hringja í mig þegar ég heyrði að Sósíalistaflokkurinn færi í framboð. Ég vissi ekki betur en að þá hafi sá flokkur runnið inn í Alþýðubandalagið sáluga. En nei, þeim er alvara - árið er 2021 og enn boða þau ríkisvæðingu tækifæranna. Þau boða meiri sósíalisma, lýsa því meira að segja yfir að hann sé í „tísku“! Spyrjum fólkið sem keppist við að rísa gegn harðstjórninni í sósíalistaríkjum eða flýja heimili sín hvort þeim finnist sín lífskjör vera í tísku.“ Hvetja eigi fólk frekar en að letja Einnig fjallaði Bjarni um mikilvægi þess að taka upp nýja sýn í örorku- og ellilífeyrismálum. Kerfið þurfi að vera þannig úr garði gert að það hvetji fólk til vinnu, frekar en að letja, og gera fólki betur kleift að auka tekjur sínar. Einnig þyrfti að stefna að því að leiðrétta stöðu þeirra sem hafa lítil réttindi svo það jafngildi inneign í lífeyrissjóði. Bjarni sagði að nýta mætti skattkerfið til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, til dæmis með sérstökum persónuafslætti sem væri útgreiðanlegur eftir atvikum. „Breytingar af þessu tagi munu ekki gerast í einu vetfangi. Það þarf undirbúning og samráð og ná þarf meirihluta fyrir uppstokkun. Fyrsta skrefið er þó hægt að taka strax, og við leggjum til að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna 1. janúar í okkar stjórnmálaályktun.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Bjarni fór um víðan völl í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins í dag þar sem hann ræddi meðal annars samstarf ríkisstjórnarinnar, efnahagsmálin og mikilvægi þess að stefna flokksins ráði áfram för næstu árin. Fundurinn fór fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík en var auk þess streymt á minni fundum flokksins um allt land. Bjarni lagði áherslu á að Íslendingar þyrftu að vera opnir og tilbúnir til að grípa tækifæri í umhverfismálum til að nýta eigin orku og skapa um leið nýja hugvitsdrifna atvinnugrein á Íslandi. „Eitt virðist fara fyrir ofan garð og neðan í þessu öllu saman. Það er að í allt þetta þarf orku og til að sækja hana þarf að virkja. Og það getum við gert með umhverfisvænum hætti. Okkar stærsta framlag til umhverfisins felst í því að nýta umhverfisvæna orkugjafa sem við eigum til að framleiða afurðir til útflutnings eða vista gögn fyrir umheiminn hér á landi, svo dæmi sé tekið.“ Íslendingar ætli að ljúka orkuskiptum innan þriggja áratuga og það væri raunhæft að skipta um orkugjafa í bílum, í flugi og á sjó. Stefna flokksins grunnurinn að góðum árangri Íslendinga Formaður flokksins sagði jafnframt að stærsta verkefni heilbrigðiskerfisins til framtíðar væri að umbylta stafrænum innviðum þess. Með því geti tæknin bætt þjónustu sjúklinga, létt undir með starfsfólki, ýtt undir betri nýtingu fjármagns og aukið þekkingu. „Lönd sem ekki stórauka nýsköpun og innleiðingu tæknilegra lausna og innviða munu ekki geta staðið undir kröfum og kostnaði sem framúrskarandi heilbrigðiskerfi fylgir.“ Bjarni sagði að sjálfstæðisstefnan hafi verið grunnurinn að góðum árangri Íslendinga frá árinu 1929. „Þessar kosningar snúast um að þannig verði það áfram. Þær snúast um að án Sjálfstæðisflokksins verður hér vinstristjórn í einu formi eða öðru. Það má ekki gerast því við vitum hvað það þýðir. Hærri skattar, óráðsía og glundroði. Ekki jöfn tækifæri, heldur jöfn útkoma, undir stjórn hins opinbera.“ Hluti ráðherra Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundinum á Hilton Hotel Nordica í dag.Haraldur Thors Þá skaut Bjarni föstum skotum að Sósíalistaflokknum. „Ég hélt satt að segja að 1968 væri að hringja í mig þegar ég heyrði að Sósíalistaflokkurinn færi í framboð. Ég vissi ekki betur en að þá hafi sá flokkur runnið inn í Alþýðubandalagið sáluga. En nei, þeim er alvara - árið er 2021 og enn boða þau ríkisvæðingu tækifæranna. Þau boða meiri sósíalisma, lýsa því meira að segja yfir að hann sé í „tísku“! Spyrjum fólkið sem keppist við að rísa gegn harðstjórninni í sósíalistaríkjum eða flýja heimili sín hvort þeim finnist sín lífskjör vera í tísku.“ Hvetja eigi fólk frekar en að letja Einnig fjallaði Bjarni um mikilvægi þess að taka upp nýja sýn í örorku- og ellilífeyrismálum. Kerfið þurfi að vera þannig úr garði gert að það hvetji fólk til vinnu, frekar en að letja, og gera fólki betur kleift að auka tekjur sínar. Einnig þyrfti að stefna að því að leiðrétta stöðu þeirra sem hafa lítil réttindi svo það jafngildi inneign í lífeyrissjóði. Bjarni sagði að nýta mætti skattkerfið til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, til dæmis með sérstökum persónuafslætti sem væri útgreiðanlegur eftir atvikum. „Breytingar af þessu tagi munu ekki gerast í einu vetfangi. Það þarf undirbúning og samráð og ná þarf meirihluta fyrir uppstokkun. Fyrsta skrefið er þó hægt að taka strax, og við leggjum til að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna 1. janúar í okkar stjórnmálaályktun.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira