Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2021 12:34 Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Vísir/Einar Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“ Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21