Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur staðið í ströngu í kórónuveirufaraldrinum. Hún sagði í ræðu sinni að það hafi verið heiður að vera forsætisráðherra á þessum krefjandi tímum. Steinþór Rafn Matthíasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira