Þingið hefst klukkan níu, en á fyrri hluta þingsins fer fram málefnavinna og annað því um líkt. Klukkan 16 hefst svo streym, þar sem Þorgerður Katrín, formaður flokksins, mun flytja ávarp, Sigmar Guðmundsson ræðir við frambjóðendur og fleira.
Dagskrá streymisins er eftirfarandi:
16:00 - Ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar
16:15 - Samþykkt stjórnmálaályktun kynnt
16:20 - Sigmar Guðmundsson ræðir við frambjóðendur
17:00 - Ávarp Starra Reynissonar, forseta Uppreisnar
17:15 - Græni þráðurinn kynntur
17:30 - Ávarp Daða Más Kristóferssonar, varaformanns Viðreisnar, sem slítur þinginu.
Hægt er að fylgjast með streyminu í spilaranum hér að neðan.