Óttar Magnús var ekki í leikmannahópi Venezia sem tapaði 3-0 fyrir Udinese í ítölsku A-deildinni í dag. Hann virðist ekki vera í plönum liðsins fyrir komandi leiktíð og fer á láni í C-deildina.
Óttar er 24 ára gamall og skoraði eitt mark í sjö leikjum fyrir Venezia er liðið komst upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið á mála hjá félaginu frá árinu 2019 þegar hann átti glimrandi sumar með Víkingi Reykjavík.
| Venezia striker Óttar Magnús Karlsson has joined Serie C club @ACNSiena_1904 on a season-long loan.
— (@ForzaVeneziaUK) August 27, 2021
Good luck, @ottar7! #ForzaLeoni #VeneziaFC #ArancioNeroVerde pic.twitter.com/1HdV6LeIJm
Siena hefur verið reglulega í ítölsku A-deildinni síðustu ár en varð gjaldþrota árið 2014. Liðið komst upp úr D-deildinni á Ítalíu í fyrra og vinnur að því að komast á meðal þeirra bestu á ný.