Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 20:16 Próf til að fara út á flugvöll kostar tæpar 7.000 krónur. Vísir Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31