Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir Tinni Sveinsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Breski bræðradúettinn Disclosure vermir toppsæti PartyZone listans í ágúst. PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. Listinn byggir á vali nokkurra íslenskra plötusnúða og grúski þáttastjórnenda. „Hlustendur PartyZone listans geta verið nokkuð vissir um að heyra nýjustu og mest móðins danstónlist dansgólfanna í dag. Allt það nýjasta í danstónlistinni, aðallega hús, diskó og teknó. Á listanum má heyra nýmeti frá listamönnum eins og Khruangbin, Disclosure, Gorgon City, Sofa Kourtesis, Kölsch, Booka Shade og Shire T. Þá eru gamlar hetjur eins og Sasha, Inner City, Íslandsvinurinn Kerri Chandler og David Morales að gefa út nýtt efni þessa dagana. Einnig er að finna á listanum mjög smekklegar endurhljóðblandanir af gömlum ofurklassíkerum á borð við Whistle Song með Frankie Knuckles og diskóslagarnum Let No Man Put us Under með First Choice. Það er sjaldgæft að slíkar endurhljóðblandanir heppnist eða eigi rétt á sér,“ segja umsjónarmenn þáttarins, þeir Kristján Helgi og Helgi Már. Klippa: Party Zone listinn fyrir ágúst Disclosure halda kúlinu „Topplagið á listanum á breska house dúóið Disclosure en þeir hafa verið eitt stærsta og heitasta nafnið í house tónlistinni síðustu árin. Þeim tekst þrátt fyrir vinsældir einhvern veginn að halda sér mátulega neðanjarðar og þannig haldið kúlinu tónlistarlega. Þetta dúó er skipað bræðrunum Howard May and Guy Lawrence. Þeir hafa unnið sér inn tilnefningar til Grammy verðlauna fyrir allar þrjár breiðskífurnar sínar (árin 2014, 2016 og nú í ár 2021),“ segja Kristján og Helgi. Hér fyrir neðan er hægt að renna yfir listann á meðan að hlustað er. Hópur íslenskra tónlistarmanna Upphafslag þáttarins er venju samkvæmt múmía kvöldsins, en hún er topplag listans fyrir 25 árum. Sá listi var kynntur var á X-inu laugardagskvöldið 17. ágúst 1996. „Topplagið var glænýtt house session lag sem hópur íslenskra tónlistarmanna setti saman í samvinnu við Frankie Valentine, góðan vin þeirra Tomma White og DJ Grétars (þáverandi eiganda plötuverslunarinnar Þrumunnar). Þetta lag kom út á vínyl í takmörkuðu upplagi frá nýstofnuðu plötufyrirtæki sem hét Icon Records. Fjölmargir tónlistamenn og hljóðfæraleikarar komu að þessu lagi. Þetta lag telst í dag líklega vera house klassík, bæði hér heima og víða erlendis þar sem lagið komst í spilun. Lagið fór beint á toppinn á PartyZone lsitanum og var þar í tvær vikur,“ rifja Kristján og Helgi upp. PartyZone Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Listinn byggir á vali nokkurra íslenskra plötusnúða og grúski þáttastjórnenda. „Hlustendur PartyZone listans geta verið nokkuð vissir um að heyra nýjustu og mest móðins danstónlist dansgólfanna í dag. Allt það nýjasta í danstónlistinni, aðallega hús, diskó og teknó. Á listanum má heyra nýmeti frá listamönnum eins og Khruangbin, Disclosure, Gorgon City, Sofa Kourtesis, Kölsch, Booka Shade og Shire T. Þá eru gamlar hetjur eins og Sasha, Inner City, Íslandsvinurinn Kerri Chandler og David Morales að gefa út nýtt efni þessa dagana. Einnig er að finna á listanum mjög smekklegar endurhljóðblandanir af gömlum ofurklassíkerum á borð við Whistle Song með Frankie Knuckles og diskóslagarnum Let No Man Put us Under með First Choice. Það er sjaldgæft að slíkar endurhljóðblandanir heppnist eða eigi rétt á sér,“ segja umsjónarmenn þáttarins, þeir Kristján Helgi og Helgi Már. Klippa: Party Zone listinn fyrir ágúst Disclosure halda kúlinu „Topplagið á listanum á breska house dúóið Disclosure en þeir hafa verið eitt stærsta og heitasta nafnið í house tónlistinni síðustu árin. Þeim tekst þrátt fyrir vinsældir einhvern veginn að halda sér mátulega neðanjarðar og þannig haldið kúlinu tónlistarlega. Þetta dúó er skipað bræðrunum Howard May and Guy Lawrence. Þeir hafa unnið sér inn tilnefningar til Grammy verðlauna fyrir allar þrjár breiðskífurnar sínar (árin 2014, 2016 og nú í ár 2021),“ segja Kristján og Helgi. Hér fyrir neðan er hægt að renna yfir listann á meðan að hlustað er. Hópur íslenskra tónlistarmanna Upphafslag þáttarins er venju samkvæmt múmía kvöldsins, en hún er topplag listans fyrir 25 árum. Sá listi var kynntur var á X-inu laugardagskvöldið 17. ágúst 1996. „Topplagið var glænýtt house session lag sem hópur íslenskra tónlistarmanna setti saman í samvinnu við Frankie Valentine, góðan vin þeirra Tomma White og DJ Grétars (þáverandi eiganda plötuverslunarinnar Þrumunnar). Þetta lag kom út á vínyl í takmörkuðu upplagi frá nýstofnuðu plötufyrirtæki sem hét Icon Records. Fjölmargir tónlistamenn og hljóðfæraleikarar komu að þessu lagi. Þetta lag telst í dag líklega vera house klassík, bæði hér heima og víða erlendis þar sem lagið komst í spilun. Lagið fór beint á toppinn á PartyZone lsitanum og var þar í tvær vikur,“ rifja Kristján og Helgi upp.
PartyZone Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira