Hugmyndir um eigin getu takmarkast af eigin hugarfari Profectus 27. ágúst 2021 11:55 Ingvar Jónsson, PPC markþjálfi og eigandi Profectus. Ingvar Jónsson PPC markþjálfi hefur útskrifað yfir fjögurhundruð markþjálfa. Markþjálfun nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og fleiri og fleiri nýta sér sérþekkingu markþjálfa til að ná markmiðum sínum. Ingvar Jónsson, PPC markþjálfi og eigandi Profectus hefur útskrifað yfir fjögurhundruð markþjálfa á síðustu fimm árum. Hann segir markþjálfa sérfræðinga í að hlusta á hið ósagða. „Það er munur á markþjálfun og því að starfa við ráðgjöf. Hugmyndafræði markþjálfunar felst í að fá þann sem verið er að markþjálfa til að kafa sjálfan eftir eigin drifkrafti og finna sínar eigin ástæður. Ábyrgðin er hans og þau verkfæri sem mest eru notuð í markþjálfun eru spurningar, innsæi markþjálfans og alúðarfesta. Markþjálfar eru sérfræðingar í að hlusta á hið ósagða og lesa í líkamstjáningu og raddblæ. Þeir draga hins vegar ekki ályktanir heldur spyrja spurninga og fullkomið traust þarf að ríkja á milli.“ Mynd úr námsefni Profectus eftir Jim Ridge. Ingvar segir fólk skrá sig í markþjálfunarnám af ólíkum ástæðum. Ekki ætli allir sér að starfa beinlínis við markþjálfun að námi loknu. Mörg dæmi séu um að fólk taki stórar ákvarðanir eftir námið og skipti jafnvel um starfsvettvang. „Nám í markþjálfun er mikil sjálfsskoðun og sjálfsefling og ég ýki ekki þegar ég segi að nánast allir sem fara í gegnum markþjálfunarnámið fá miklu meira út úr því en þeir bjuggust við. Þetta nám er krefjandi, fólk sleppur ekki í gegn án þess að smakka sjálft á þeim meðulum sem það ætlar að bjóða sem markþjálfi. Lífsleikni á sterum "Það ætla sér þó ekki allir að verða markþjálfar sem sækja námskeiðin. Þetta skiptist í fjóra hópa, þá sem sjá markþjálfun sem mögulega tekjulind, annar hópur eru stjórnendur sem vilja efla sína leiðtoga- og samskiptahæfni, þriðji hópurinn vinnur við að hjálpa öðru fólki að komast til virkni til dæmis sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar eða prestar og fjórði hópurinn eru þeir sem líta á námið sem lífsleikni á sterum og fara í markþjálfunarnám til að læra að þekkja sjálfan sig." Hugmyndin um eigin getu er alltaf takmörkuð af eigin hugarfari og þegar fólk er meðvitað um hvernig þetta hangir allt saman öðlast það meira hugrekki til að taka stærri skref og stefna lengra en það gerði áður. Þau sem fara í gegnum markþjálfunarnám vita að þau get náð þangað sem þau vilja.“ Alþjóðleg vottun og útrás Profectus Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti. Markþjálfar sem ljúka námi hjá Profectus geta hins vegar sótt um alþjóðlega vottun IFC (International Coaching Federation). „Það tekur nokkur ár að verða góður markþjálfi og reynslan skiptir gífurlega miklu máli. Grunnámið er 66 stundir og þeir sem ljúka grunnnámi öðlast rétt til að taka fyrsta vottunarstig IFC þegar þeir eru komnir með hundrað stunda reynslu. Þeir sem ljúka 104 stunda framhaldsnámi geta sótt um fyrsta og annað vottunarstig en yfir fimmhundruð stunda reynslu þarf til að sótt um þá vottun til ICF. Profectus er eina fyrirtækið sem hefur fengið hæsta vottunarstig ICF. Hjá Profectus starfa átta kennarar og höfum við útskrifað 400 nemendur á fimm árum frá níu mismunandi löndum. Við höfum einnig þróað og skrifað allt námsefnið sjálf frá A til Ö,“ útskýrir Ingvar. „Sérstaða okkar kennslu og þess námsefnis sem við höfum þróað er myndræn nálgun Íí teyminu hjá okkur er Kanadíski teiknarinn Jim Ridge sem hefur teiknað yfir þrjú hundruð teikningar sem við nýtum í kennslu og verkefnum." Sjálfur hefur Ingvar sent frá sér bækurnar Sigraður sjálfan þig og Hver ertu og hvað viltu? Árið 2020 var Ingvar á valinn lista yfir hundrað áhrifamestu markþjálfa heims fyrir framlag sitt til markþjálfunar en bækur hans hafa verið gefnar út víða um heim. Næstu námskeið í markþjálfun hefjast nú í byrjun september. Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Markþjálfun nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og fleiri og fleiri nýta sér sérþekkingu markþjálfa til að ná markmiðum sínum. Ingvar Jónsson, PPC markþjálfi og eigandi Profectus hefur útskrifað yfir fjögurhundruð markþjálfa á síðustu fimm árum. Hann segir markþjálfa sérfræðinga í að hlusta á hið ósagða. „Það er munur á markþjálfun og því að starfa við ráðgjöf. Hugmyndafræði markþjálfunar felst í að fá þann sem verið er að markþjálfa til að kafa sjálfan eftir eigin drifkrafti og finna sínar eigin ástæður. Ábyrgðin er hans og þau verkfæri sem mest eru notuð í markþjálfun eru spurningar, innsæi markþjálfans og alúðarfesta. Markþjálfar eru sérfræðingar í að hlusta á hið ósagða og lesa í líkamstjáningu og raddblæ. Þeir draga hins vegar ekki ályktanir heldur spyrja spurninga og fullkomið traust þarf að ríkja á milli.“ Mynd úr námsefni Profectus eftir Jim Ridge. Ingvar segir fólk skrá sig í markþjálfunarnám af ólíkum ástæðum. Ekki ætli allir sér að starfa beinlínis við markþjálfun að námi loknu. Mörg dæmi séu um að fólk taki stórar ákvarðanir eftir námið og skipti jafnvel um starfsvettvang. „Nám í markþjálfun er mikil sjálfsskoðun og sjálfsefling og ég ýki ekki þegar ég segi að nánast allir sem fara í gegnum markþjálfunarnámið fá miklu meira út úr því en þeir bjuggust við. Þetta nám er krefjandi, fólk sleppur ekki í gegn án þess að smakka sjálft á þeim meðulum sem það ætlar að bjóða sem markþjálfi. Lífsleikni á sterum "Það ætla sér þó ekki allir að verða markþjálfar sem sækja námskeiðin. Þetta skiptist í fjóra hópa, þá sem sjá markþjálfun sem mögulega tekjulind, annar hópur eru stjórnendur sem vilja efla sína leiðtoga- og samskiptahæfni, þriðji hópurinn vinnur við að hjálpa öðru fólki að komast til virkni til dæmis sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar eða prestar og fjórði hópurinn eru þeir sem líta á námið sem lífsleikni á sterum og fara í markþjálfunarnám til að læra að þekkja sjálfan sig." Hugmyndin um eigin getu er alltaf takmörkuð af eigin hugarfari og þegar fólk er meðvitað um hvernig þetta hangir allt saman öðlast það meira hugrekki til að taka stærri skref og stefna lengra en það gerði áður. Þau sem fara í gegnum markþjálfunarnám vita að þau get náð þangað sem þau vilja.“ Alþjóðleg vottun og útrás Profectus Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti. Markþjálfar sem ljúka námi hjá Profectus geta hins vegar sótt um alþjóðlega vottun IFC (International Coaching Federation). „Það tekur nokkur ár að verða góður markþjálfi og reynslan skiptir gífurlega miklu máli. Grunnámið er 66 stundir og þeir sem ljúka grunnnámi öðlast rétt til að taka fyrsta vottunarstig IFC þegar þeir eru komnir með hundrað stunda reynslu. Þeir sem ljúka 104 stunda framhaldsnámi geta sótt um fyrsta og annað vottunarstig en yfir fimmhundruð stunda reynslu þarf til að sótt um þá vottun til ICF. Profectus er eina fyrirtækið sem hefur fengið hæsta vottunarstig ICF. Hjá Profectus starfa átta kennarar og höfum við útskrifað 400 nemendur á fimm árum frá níu mismunandi löndum. Við höfum einnig þróað og skrifað allt námsefnið sjálf frá A til Ö,“ útskýrir Ingvar. „Sérstaða okkar kennslu og þess námsefnis sem við höfum þróað er myndræn nálgun Íí teyminu hjá okkur er Kanadíski teiknarinn Jim Ridge sem hefur teiknað yfir þrjú hundruð teikningar sem við nýtum í kennslu og verkefnum." Sjálfur hefur Ingvar sent frá sér bækurnar Sigraður sjálfan þig og Hver ertu og hvað viltu? Árið 2020 var Ingvar á valinn lista yfir hundrað áhrifamestu markþjálfa heims fyrir framlag sitt til markþjálfunar en bækur hans hafa verið gefnar út víða um heim. Næstu námskeið í markþjálfun hefjast nú í byrjun september.
Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira