Um er að ræða sérstakt verkefni undir yfirskriftinni The aftermath of a garden party, samkvæmt fréttatilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. List Loja, handsaumur, er í aðalhlutverki á tíu metra löngum HAY Mags sófa. Sófinn þjónar sem svið fyrir samtöl, umræður og áritanir yfir hátíðina.
Myndir af verkefninu má sjá í Instagramfærslu HAY hér fyrir neðan. Þar má sjá meðal annars sjá bláan Ópal sem flestir Íslendingar kannast við.
„Loji hefur vakið athygli fyrir einstök útsaumsverk með vísun í hversdagslega hluti en hann tók þátt á HönnunarMars núna í vor með sýningu og útgáfuhóf bókarinnar Ástarbréf til Sigvalda ásamt leiðsögnum um frægustu verk arkitektarins Sigvalda Thordarson sem vöktu lukku á hátíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Danska hönnunarhúsið HAY er vel þekkt út um allan heim fyrir hönnun sína en fyrirtækið var stofnað af Rolf og Mette Hay árið 2002. Fyrir þá sem eru staddir í Kaupmannahöfn er opnunarteiti í dag þar sem hægt verður að berja sófann augum, sem og alla helgina.