„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 23:02 Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld þar sem hann lýsti því yfir að bandaríski herinn skipuleggi nú gagnárás á ISIS-K. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu. Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira