Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano er einn af þeim sem greinir frá þessu á Twitter síðu sinni og Gianluca Di Marzio, kollegi Romano, segir að formlegt tilboð frá Manchester City sé væntanlegt á næstu klukkutímum.
Þá hafa einnig borist fregnir af því að umboðsmaður Ronaldo hafi verið í viðræðum við forráðamenn Manchester City og Juventus.
Ronaldo er einn allra mesti markahrókur knattspyrnusögunnar, en hann hefur skorað 783 mörk í 1073 leikjum fyrir félagslið sín og Portúgalska landsliðið.
Confirmed. Cristiano Ronaldo has definitely decided to LEAVE Juventus and he asked the club to be sold. #Juventus #Ronaldo pic.twitter.com/JCcAwaYX9U
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2021