Hinn fimmtugi Spánverji hefur verið við stjórnvölin hjá Manchester City síðan sumarið 2016. Hann hefur aldrei verið á einum og sama staðnum jafn lengi sem þjálfari. Nú hefur hann hins vegar gefið til kynna að hann ætli að taka sér frí þegar samningur hans rennur út vorið 2023.
„Næsta skref væri að taka við landsliði, ef það er möguleiki. Ég væri til í að þjálfa land frá Suður-Ameríku, upplifa Suður-Ameríkubikarinn. Það er eitthvað sem ég vill upplifa “ sagði Pep á viðburði XP Investimentos í gær, þann 25. ágúst. Hann útilokaði þó ekki fyrir það að þjálfa landslið innan Evrópu.
„Eftir sjö ár hjá félaginu held ég að ég verði að kalla þetta gott. Ég verð að taka mér pásu og horfa yfir farinn veg.“
Pep Guardiola will 'need a break' when his Manchester City contract expires in 2023 and says 'international football is the next step' pic.twitter.com/i382RfYRTk
— Goal (@goal) August 25, 2021
Guardiola tók sér tólf mánaða frí eftir fjögur ár sem þjálfari Barcelona. Hann tók svo við stórliði Bayern München sumarið 2013. Þaðan fór hann beint til Manchester City þremur árum síðar.
Undir stjórn Guardiola hefur Man City unnið ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn einu sinni, deildarbikarinn fjórum sinnum en aðeins einu sinni komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það var síðasta vor þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea.