Sunna Sæmundsdóttir kynnir sér áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans sem voru kynntar í dag en afborganir af húsnæðislánum geta hækkað um tugi þúsunda á ári vegna þessarar ákvörðunar.
Við lítum einnig við á Akureyri þar sem Tryggvi Páll Tryggvason segir okkur frá veðurblíðunni sem varð þess valdandi að nemendur við Menntaskólann þurftu að flýja skólastofurnar. Og Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu frá Eskifirði þar sem þessi einmuna veðurblíða sem leikið hefur við norðaustanvert landið hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.